föstudagur, júlí 04, 2003

Lítið að frétta úr Skagafirðinum, búin að vera rigning hérna undanfarið en samt svona sæmilega hlýtt. Ég fór með doktornum í felt í vikunni og ég uppgötvaði að ég kann ekkert í felttækni og hún er svo sannarlega ekki kennd í háskólanum. Kallinn sýndi mér sitt af hverju sem veitti ekki af. En núna er ég í klandri maður því í næstu viku þarf ég að halda átta stykki fyrirlestra um jarðfræði fyrir vinnuskólakrakkana hérna á staðnum. Algjört panic og pain og þau nenna alveg örugglega ekki að hlusta á röflið í mér. Svo þarf ég að fara með þau út og sýna þeim eitthvað spennandi, ekki batnar það!! Ég hélt að ég ætti bara að vera að leita að öskulögum.

En hvernig er þetta er enginn annar sem nennir að segja sögur af sjálfum sér nema ég. Ég er eiginlega orðin hundleiður á röflinu í sjálfum mér hérna á blogginu.

Sverrir, hvenær munt þú birta myndir úr svaðilförinni okkar?

LATER!
Kveðja
Helgi "hinn einmana" í Skagafirðinum

p.s. hey ég sé að Erlan er mætt á svæðið

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter