þriðjudagur, maí 25, 2004

Jæja, þá er ég loksins búinn að skila skýrslunni góðu.

Þetta sumar ætla ég mér bara að gera skemtilega hluti og ekki ráða mig í neina leiðindar vinnu, eins og sumir eru að gera!!!!!!!

Um helgina fer ég að tjalda tjöldum uppi í Þórsmörk fyrir KB-Banka í Luxemburg. Auðveld en skemmtileg vinna. Bara henda upp tjöldum og vera svo bara í útilegu.

Svo var Finnur Pálsson að hringja og biðja mig um að taka skemmtilegt verkefni að mér. Verkefnið felst í því að koma fyrir afkomuvírum á Breiðarmerkurjökli. Ganga þarf upp jökulinn 7 km með gufubor, stangir og víra. Þetta ætti ekki að vera meira en dagsverk og er um 10 klst akstur inn í þeim tíma :) Þannig að þetta verður sólahrings maraþon.
Ákveðið er að ég fari í þetta á fimtudaginn og tek ég tvo atvinnuleysingja með mér, því jú atvinnulausa fólkið fær alltaf það skemmtilegasta.

Nú væri gaman að heyra frá fólkinu. Helgi er afsakaður þar sem engar tölvur eru á Króknum.

Hins vegar geri ég skýlausar kröfur til hommanna á ÍSOR og OS til þess að láta heyra í sér. Þeir eru í mekka tölvukerfa á Íslandi!!!!!

BO hinn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter