fimmtudagur, júní 03, 2004

Sælir ágætu holufylltu félagar

Ég vil minna á að þann 8 júní gengur reikistjarnan Venus í svokallaðan "transit" fyrir sólina sem þýðir í raun að hún birtist sem dökkur blettur á sólskífunni. Þetta gerist ákaflega sjaldan (síðast árið 1882) og gefur þetta stjarnfræðingum möguleika á að meta stærð sólar með meiri nákvæmni en áður. Ef það verður sólskin er nauðsynlegt að reyna að missa ekki af þessu en ef þið ætlið að góna á sólina verður að nota varnarbúnað eins og rafsuðugler eða þar til gerða filtrera. Venjuleg sólgleraugu duga EKKI!!

Ef þið verðið blind þann 8 júní ER ÞAÐ EKKI MÉR AÐ KENNA.

Fyrir áhugasama þá er á almanaki háskólans er fín samantekt um þetta efni eftir Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing

http://almanak.hi.is/venus.html

Kveðja
Helgi Páll Jónsson
Sérlegur geimferða og stjörnuskoðunarupplýsingafulltrúi Holufyllingfélagsins

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter