Nú er BS-vinnan að komast á fullan swing. Mitt verkefni er að túlka efnagreiningar á borholusvarfi frá Kröflu. Núna er ég að stúdera aðalefnin. Greiningarnar eru úr holum sem boraðar voru 1976 og 77, á ca. 100 metra fresti frá yfirborði og niður í 2000 metra dýpi. Ég reyni að túlka trendið í aðalefnunum; skoða hvaða efni eru hreyfanleg og hver ekki og hvað sé að gerast á hverju dýpi. Reyni að bera greiningarnar saman við berggreiningar og ummyndunarsteindagreiningar sem gerðar voru á svarfinu á Orkustofnun. Holurnar sem ég er með skera bæði efra og neðra kerfið í Leirbotnum í Kröflu og aquiglúdinn þar á milli. Ég skoða trendin með tilliti til þess. Til samanburðar við greiningarnar á ummyndaða berginu var greint ferskt sýni úr Kröflueldahrauni 1980 og síðan nota ég einnig eldri greiningar á yfirborðshraunum frá Mývatnseldum 1724-29 og Kröflueldum 1975-77.
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home