föstudagur, september 24, 2004

Hmm... góðan daginn gott fólk, langt síðan maður hefur ritað eitthvað hér.

Ég verð því miður að tilkynna ykkur það að ég verð einn af þessum lúðum sem útskrifast reyndar í febrúar en ekki í janúar. Ástæðan mun vera sú að ég var of seinn að skila uppkasti til Ólafs Ingólfssonar sem hefur ekki tíma til að lesa það yfir. Ég átti víst að skila honum í ágústlok en misskildi þetta eitthvað því hann tjáði mér bara að hann kæmi heim úr felti þá. Best að ég noti þennan óvænta extra tíma til endurskoða pappírinn, hann versnar varla við það.

Annars er það bara að frétta að ég fór til Surtseyjar núna nýverið, með félaga Fjalari og sjálfum SJAK!! Það var rosaleg upplifun. Fann þrjá Xenoliths fyrir Fjalla (hann fann ekki neitt greyið) og einn Gabbró-hnyðling fyrir Svein, sem var svo ánægður að hann tjáði mér að mín yrði getið í ársskýrlunni (vá maðr!!). Mældum borholuna frægu og vorum að athuga með sprungur uppi á móbergsbunkanum. Sérstaklega var þó gaman að fá far með þyrlum landhelgisgæslunnar, ótrúlegt útsýni.

En að lokum, gangi ykkur allt í haginn á útskriftinni og til hamingju með BS gráðuna! ekki fara ykkur að voða í fagnaðarlátunum.

AMEN

p.s. hvaða rugl er þetta á heimasíðu háskólans með að einhverjir af ykkur séu að útskrifast úr efnafræði????????




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter