Allt á réttri leið
Jæja,
Ingibjörg setti á sig stóru hanskana og braust í gegnum eldveggi leyniorða og frumskóga Netheima. Að lokum tókst henni að koma blogginu í lag og nú fá allir nýjan aðgang.
Gummi, Sverrir, BO og Ingibjörg hafa gengið í gegnum skráningarferlið og geta nú svarað fyrir sig og hafið sjálfskynningar af krafti. Sverrir hefur riðið á vaðið og nú er spennandi að sjá hvort Ingibjörg og Gummi kunni að skrifa á bloggið. (*EDIT* Sé það reyndar núna að Gummi henti inn færslu)
Sjálfur er ég í 6 mánaða innkaupaferð í Þýskalandi. Ég fékk reyndar slæma slagsíðu vegna gengismála en held þó ótrauður áfram. Ég kem heim aftur í mai, en þarf ekki að óttast verkfall flugmanna þar sem ég tek dallinn.
Myndin er tekin á seinasta fundi Holufyllingafélagsins. Á myndina vantar Fjalar, Gumma, Helga og Reyni. Ég skal finna einhverjar góða myndir af þeim köppunum og skella inn við tækifæri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home