fimmtudagur, júlí 10, 2003

Hérna kemur endurbætt útgáfa (hvaða helvítis drasl er þetta blogg að verða???)

Sælir kæru félagar

Nú hefur fyrirlestrahaldi formlega verið lýst lokið hjá mér og var ég á mörkum truflunar og
geðveiki þegar ég hélt sömu ræðuna í 6. skiptið. En þetta var í góðu lagi því í raun kom
engin með því hugarfari að hlusta á mig. Þetta voru vinnuskólakrakkar í 9 - 10 bekk og mörgum
þeirra fannst eiginlega miklu betra að lúlla bara yfir þessu heldur en að vera að hlusta á mig
jarma um undur og stórmerki jarðfræðinnar(ég hefði lúllað sjálfur þegar ég var 15). Helst var
að fólk vaknaði í byrjun þegar ég babblaði um upphaf alheimsins og myndun sólkerfisins.
Þetta var samt skemmtilegt að mörgu leyti, þar sem að þótt ótrúlegt megi virðast eru alltaf
einhverjir sem eru tilbúnir að hlýða á mann. Svo slógu auðvitað skosku ammónítarnir mínir í
gegn (ehhh...reyndar voru nokkrir frekar hræddir við þá!!). Svo fékk ég allnokkrar merkilegar
spurningar og comment eins og t.d. "jarðfræðingar, jájá þeir spá í jarðveg er það ekki", eða
"eru til steingervingar á Íslandi...af risaeðlum", "af hverju hækkaði sjórinn svona mikið" og
svo auðvitað þegar ég spurði hvort einhver vissi hvað landrek væri, "já var það ekki einhver
kall sem hét Veggner!!" og það gladdi svo óskaplega mitt 26 ára gamla hjarta að æska landsins
kannaðist við Alfred Wegener að það lá við að ég táraðist. Lokaniðurstaðan er þó sú, þrátt
fyrir að þetta hafi verið hin vænstu grey, að ég held að ég sækist ekkert sérstaklega eftir
kennarastarfinu í framtíðinni, allavega ekki á grunnskólalevelnum. Mæli þó með að allir prófi
þetta! Nú vona ég bara að ég hafi ekki gert jarðfræðiskorinni óleik með því að drepa niður
áhugann hjá mögulegum jarðfræðikandítötum framtíðarinnar.

En annars
Kveðjur góðar að norðan
Helgi "öskukarl"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter