miðvikudagur, júlí 23, 2003

já. semsagt. Holufyllinga- partý verður haldið heima hjá Sverri næsta föstudag. Líklega er búið að hringja í flesta en maður veit aldrei hvernig svona " láta ganga" bissness endar. Þeir sem hafa nennu til að mæta gjöri svo vel að melda sig hér á blogginu sem fyrst, aðrir skulu skrifa afsökunarbeiðni og vona að sér verði fyrirgefið. Hugmyndasmiður að þessu teiti er mr. BíÓ en hann mun snúa heim úr þrettán daga útlegð á föstudag og hefur tilkynnt að hann sé líklegur til að fá sér vel í aðra tána. Aðrar holufyllingar hafa kannski ekki verið í útlegð en líklegt þykir að þær láti ekki drekka sig undir borðið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter