miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jæja smá fréttainnskot.

Ég hef bara ekki hugmynd um hvað háttvirtir meðlimir holufyllingafélagsins eru að gera þessa dagana, nema hann Fjalar. Síðasta sem er að frétta af honum, er að gjörvallt Þýskaland mun verða vitni af því þegar Fjalar lýsir jarðfræði Surtseyjar í sjónvarpsviðtali (í Surtsey auðvitað). Eins gott að drengurinn hafi staðið sig og verði sómi holufyllingafélagsins á erlendri grundu.

Af mér er það eina að frétta að ég er búin að vera drepast úr kvefpest og ógeði og það að sumri til. Ég virðist aldrei verða veikur nema það sé sumar og 20 °C. Sennilega búin að anda að mér of mikilli ösku úr Heklu gömlu.

Kveðjur góðar
Helgi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter