laugardagur, júlí 12, 2003

Það verður að viðurkennast að ég er búinn að vera partý óður í sumar og virðist aðalega þekkja aðra partý óða einstaklinga, þannig að ég er eiginlega búinn að djamma af mér rassgatið síðustu tvo mánuði, varla liðið vika án þess að ég færi að minnsta kosti einu sinni á barinn á virkum degi, oft tvisvar, og djammað rosalega bæði föstudag og laugardag.

Var í gær í nokkuð rosalegu innflutningspartýi á görðum þar sem hellt var í gestina 96% spírabolla. Endaði í eftirpartýi í nótt í stóru einbýlishúsi í gamla vesturbænum þar sem bæði var píanó og harpa í stofunni. Skrönglaðist heim klukkan að verða sjö í morgun.

Látið mig bara vita og ég skal koma með hverjum sem er á hvaða djamm sem er hvenær sem er.

Ég heiti Sverrir og ég er alkólisti!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter