Sögusagnir herma að bæði Arkangel og Muse séu að koma til Íslands í vetur. Þóttust báðir heimildaraðilarnir, þ.e. Haukur söngvarinn úr gömlu hljómsveitinni minni og fréttastofa ríkisútvarpsins, vera með góðar upplýsingar í sitthvoru tilfellinu. Gaman að sjá hvað kemur út úr því.
Ég geri ráð fyrir að flestir kannist við Muse en kannski eru færri sem þekkja Arkangel en við þá er óhætt að segja að það er besta metalcore hljómsveit í heimi og þar sem metalcore ber af öðrum tegundum þungarokks tel ég mig geta sagt að þetta sé ein besta þungarokksveit ég hef heyrt í. Hvet ég alla sem eru á annað borð að pæla í tónlist og vilja kynna sér hina virkilega þungu senu að hlusta á þessa hljómsveit.
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home