föstudagur, október 10, 2003

Ég hef gengið með í maganum nú í nokkuð langan tíma hugmyndir um hvernig hægt væri að bæta þjóðfélagið og er að setja saman útópíu kenningu um hvernig ég tel að þjóðfélagið ætti að vera. Er ég að hugsa um að kynna þessar hugmyndir mínar á þessum miðli og verður þetta þá fyrsti pistillinn um það hvernig ég tel að hið fullkomna Ísland ætti að vera. Þar sem þetta er fyrsti "bókin" (ég ætla að kalla pistlana bækur) um Útópíu Ísland Sverris mun ég kynna eina elstu og líklega bestu hugmyndina.
Rétt er að taka fram að ég tek enga ábyrð á skrifum mínum heldur er þetta eingöngu til gamans.

1. Bók um Útópíu Ísland

Samgöngur
Íslendingar eru alltaf að kaupa bíla, þetta verður að stöðva. Ríkið á að banna innflutning á bílum og banna eingarhald á þeim líka. Þess í stað á ríkið að leggja til bíla sem menn gætu notað þegar þeir þurfa en fengju ekki að eiga.
Samkvæmt Hagstofunni voru 159 865 einkabílar á Íslandi 2001, þessa bíla ætti ríkið að taka og selja alla til útlanda og kaupa í staðinn 150 000 Lödur Sport. Þessar lödur væru allar eins, til að mynda, gular á lit, allar ólæstar með lykilinn fastann í svissinum. Þessa bíla gætu menn tekið þegar þeir þyrftu á að halda og svo einfaldlega skilið þá eftir á sérstökum stæðum þegar búið væri að nota þá. Allt bensín væri ókeypis og allar við gerðir á bílum líka ókeypis.

Með þessu væri hægt að stöðva allann meting á milli manna um það hver ætti betri bíl, skólanema þyrftu ekki að vinna með skólanum til að kaupa sér bíl sem myndi bæta árangu þeirra, fólk myndi hreyfa sig meira því það þyrfti að labba til að ná í næsta bíl sem myndi þýða minni heilsugæslukostnað. Lödurnar eru gott millistig milli jeppa og fólksbíls svo þær ættu að passa fyrir hvaða aðstæður sem er. Þjóðarbúið myndi spara gríðarlega peninga við það að þurfa ekki að borga vexti af bílakaupalánum og allir yrðu almennt séð hamingjusamari.

Í næstu bók mun ég tala um skemmtanir, lifið heil

Sverrir Útópíusmiður

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter