Í dag fór ég í sjóferð með rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni, en það er partur af námskeiðinu Almenn Haffræði 1. Þetta var svosum ágætis ferð en þó leið mér hálf illa að hafa ykkur félaga mína ekki með mér en þið eruð öll í efnavarmaKRAPPI og greiningarKRAPPI (mér verður bara óglatt við tilhugsunina). Þarna voru nefninlega ekkert nema landfræðingar og ógeðslega mikið af líffrræðingum og fiskilíffræðingum. Jú og svo auðvitað Bergur, eini maðurinn sem ég náði einhverju kontakt við þar sem hann er jú í jarðeðlisfræði og talar því næstum sama tungumál og ég. Byrjað var á því að stíma eitthvað út á Faxaflóann og svo var trollið sett út fyrir líffræðidruslurnar og togað. Það var gaman að fylgjast með því þar sem ég hef aldrei nálægt sjómennsku komið (er þó af sjómönnum komin í aðra ættina). Síðan voru tekin sjósýni sem er merkilegur prósess og maður fékk aðeins að fikta við það. Síðan voru okkur sýndar þessar hágæðagræjur sem eru á skipinu. Hárnákvæmar ofurtölvur frá Helvíti sem stjórna sýnatökutækinu. Nú svo var togað aftur fyrir líffræðidruslurnar, þar sem þeir þurftu að fá einhver innyfli svo þeir hafi eitthvað að gera í vetur. Það besta við þessa ferð..og nú meina ég það besta!! var að það var alltaf verið að borða (frítt auðvitað). Fyrir hádegi var morgunkaffi, brauð og meðlæti, síðan í hádeginu var flott lambasteik með allskonar kræsingum, og svo auðvitað kaffið eftir hádegi, með allskonar kökum og kokkurinn (ansi skondin karakter) bætti stöðugt á bakkana. Hvernig á maður að hafa tíma til að vera sjóveikur þegar maður er alltaf að éta.
Hápunktur ferðarinnar var þegar ég stóð í skutnum í 10 m/s ... rétti út hendurnar og öskraði "I'm the king of the world!!!"
Jæja en þetta var nú sjóferðarsagan mín...það var nú gott að komast á sjóinn. Ég skal líka fullyrða það krakkar mínir að sjómennskan er ekkert grín.
Það versta er að ég þurfti að skrópa í tímum í dag til að komast í þessa ævintýraferð sem er auðvitað ekki gott mál.
En meira seinna.
Helgi sjóarajaxl
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home