miðvikudagur, mars 31, 2004

Humm, land tréklossa, túlípana og vindmilla? Ég hélt að þetta væri aðalega land rauðra hverfa og löglegrar eitulyfjasölu, en hvað veit ég. Ég hef aldrei sótt heim þá flatlendinga er Niðurlönd byggja. Aftur á móti fóru pabbi og mamma til Hollands fyrir nokkrum árum og átti mamma í mestum vandræðum með að berja af pabba miðaldra samkynhneigða menn er voru að reyna við hann. Nei nei ég er að ýkja, þau töluðu aðalega um flott listasöfn.

Sögur þær er Helgi flytur um bindindi hér heima eru stórlega ýktar en satt er að félagskapur sá er kennir sig við útfellingar í bergi hefur ekki stundað mikla samneyslu á áfengi á þessu misseri. Hefur bjarndýrið úr Hafnarfirði aðeins einu sinni gist í sófanum hjá mér.

Hér er að sjálfsögðu allt að fara til fjandans eins og vananlega og allt útlit fyrir að skólagjöld verði kominn skóla vorn Universitatis Islandiae af ekki næsta haust þá haust 2005. En það er að sjálfsögðu allt í lagi því þá verðum við öll útskrifuðu og verðum kominn út á vinnumarkaðinn að selja vinnu okkar til hæstbjóðanda fyrir stórfé. Svo segir Þorgerður Katrín að minnsta kosti.

Nú er ég farinn að skrifa framsögu um hlutverk goðsagna í stríðum þeim er háð hafa verið í fyrrverandi Júgóslavíu, mjög áhugavert!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter