Já, ég er búin að vera í símasambandi við nokkrar Holufyllingar í kvöld, Sæma, Sigga og Fjalar (sem er í Aberdeen ef einhver var búinn að gleyma því eins og ég...)
Hér eru helstu fréttir (svona af því að þessir ágætu menn eru ekkert alltof duglegir að skrifa):
Sæmi er svona að leggja lokahönd á ritgerðina sína (stefnir á að skila seinni partinn í næstu viku) og var að tala við Olgeir í kvöld. Helsta umkvörtunarefni Olgeirs er að ritgerðin er of löng, sem kemur nú kannski engum á óvart;) Mér tókst ekki að draga það upp úr Sæma hversu langt ritið er...
Siggi er alltaf í sveitinni og er ekki bara að vinna á sínum bæ heldur líka bæjunum í næsta nágrenni, en það er víst eitthvað sem bóndinn á Borgarholti sér um. Kaffi og kleinur á hverjum bæ...ekki slæmt.
Vinnan hjá ríkisfyrirtækinu er svo í biðstöðu, en það syrgir Siggi víst ekki.
Fjalar er staddur í Aberdeen, Skotlandi, og er byrjaður á masternum, fyrstur Holufyllinga. Honum líst mjög vel á skólann og námskeiðin og finnst kennslan vera skipulagðari og bera meiri vott um áhuga en hér heima í HÍ. Hann er búinn að finna sér íbúð og flutti inn í dag, en er til þessa búinn að vera á einhverju ömurlegu B&B. Fjalar bað að heilsa Holufyllingum, en þó sérstaklega Helga, sem er vonandi með bros á vör þrátt fyrir smávægilega örðuleika í skilunarmálum.
Af mér er svo það að frétta að íbúðarmálin virðast vera komin í höfn- 77m2, 70þús, 101 Rvk (býður einhver betur??).
Ritgerðin er að klárast og ég stefni á að skila núna á mið/fim. Er svo að byrja í nýrri vinnu á fös/mán og hlakka mikið til að skipta um gír...
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home