Í gær var haustfundur Jarðfræðifélagsins og var fókusinn stilltur á hafsbotninn. Þetta var fínn fundur og margt skemmtilegt að heyra og sjá. Holufyllingar voru frekar duglegar að mæta, en þarna voru auk mín, Erla, Siggi, Sæmi og Lilja en Gummi kom ekki fyrr en bjórinn var borinn á borð. Ehem...
Semsagt fínt.
Annars hélt ég útskriftarpartý í tilefni útskriftarinnar úr jarðfræðinni um daginn. Það var megafjör þrátt fyrir dræma þáttöku Holufyllinganna. Rauðvín, saltfiskur, ís og læti;)
Er svo að vinna bara alla daga og að gaufast í ljósmyndaskólanum...
Hvað er að frétta af ykkur?
Hvar er Helgi?
Hver er þessi Fjalar?
Er Björninn búinn að gleyma íslenska ritmálinu?
Hvar er Kvæða- Gummi? Sæmi sæti? Siggi bóndi?
Bíddu- var Sverrir með okkur í jarðfræði?
Við vitum svosem allt um Erlu;)- því hún er svo dugleg að skrifa á bloggið.
Ha...jájá- reynið nú að kippa þessu í liðinn!
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home