Hva svo bara allir á lífi!!!
Maður var hreinlega hættur að kíkja á bloggið en nú eru holufyllingar greinilega að komast aftur á skrið :) jibbí!!
Til hamingju Erla og Helgi með skilin á ritgerðunum. Helgi drífðu þig svo suður og vertu við útskriftina...það er svaka fjör ;)
Verður svo ekki eitthvað partý í kringum hátíðahöldin?? Nú er maður fluttur í þessa suddaborg og pestarbæli sem þið kallið Reykjavík og til í djammið!! Æ hvað ég sakna hreina loftsins og árniðarins á Selfossi...ahhh.
Annars er maður bara að vinna á fullu. Nú fara að hefjast miklar annir í vinnunni með leiðöngrum, efnagreiningum og skýrsluskrifum. Síðan ætlar bossinn minn að bjóða mér til Amsterdam á vikulangt námskeið í mars. En jæja þetta er nægt bull í bili.
Sjáumst
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home