fimmtudagur, júlí 24, 2003

Háttvirtu meðlimir holufyllingafélagsins (Afsökunarbeiðni)

Undanfarna daga hefi ég verið upp á hálendi, nánar tiltekið í Orravatnsrústum á Hofsafrétt. Þar var ég að skoða margt skrýtið og skemmtilegt bæði öskulög og sífrera og var ég þarna staddur með tveimur líffræðingum, einum verkfræðinema og tveimur jarðfræðingum. Þetta gerði það að verkum að ég gat ekki skrifað framvinduskýrsluna mína meðan ég var á hálendinu og verð því að gera það í kvöld og á morgun. En skýrslunni verð ég að skila til að eiga fyrir bjór. Auk þess er ég knattspyrnuhetja með Neista á Hofsósi og er nærveru minnar krafist í knattspyrnukappleik sem háður verður á föstudagskvöldið. Þannig að ég kemst bara alls ekki á hæstvirt fyllerí holufyllingafélagsins en mun að sjálfsögðu hugsa hlýlega til ykkar.

Sendi ykkur hér með bestu kveðjur og vonandi fer ég bráðum að hætta að vera félagsskítur. Gerið þið svo ekkert sem að ég myndi ekki gera á reiðhjóli (þetta comment er frá Hregga Norðdahl og ég skil það ekki ennþá).

Góðar kveðjur
Helgi "öskukarl"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter