þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Hér kemur góð uppskrift fyrir nörda í þynnkunni eftir verslunarmannahelgina.

Rétta formúlan fyrir góðum grillborgara

Formúla meistaranna

Hin formúlan er fyrir tölvísa matgæðinga, sem fá ekki flog þótt þeir þurfi að grufla dálítið í eðlisfræði og lógaritma:
Mælið hitann í grillkolunum og í hamborgaranum sjálfum. Finnið muninn og deilið í hann með muninum á kolahitanum og æskilegum steikarhita. Nú er komið að lógaritmanum en til þess þarf tölvur eins og þær, sem notaðar eru á síðari stigum stærðfræðináms.

Færið inn í lógaritmaskala þunga hamborgarans og margfaldið með varmagetu hans og varmaflæðistuðlinum. Deilið síðan útkomunni í varmaleiðni hamborgarans. (Hrópið síðan á hjálp eða hringið strax í Raunvísindastofnun.)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter