fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Jebb, nú er það orðinn reglulegur viðburður að herr Björn hringi og óski eftir að hitta holufyllingarnar. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að mæta í partý á laugardaginn (menningarnótt) og djamma feitt en biður holufyllingar vel að lifa þangað til.

Annars vil ég skora á hana Erlu perlu að skrifa inn á bloggið hvað hefur á hennar daga drifið, bæði það sem tengist steingervingum og hitt sem tengist B.S. verkefni.

Af mér er hinsvegar ekkert að frétta. Ég er bara í vinnunni og læt mér leiðast og fæ hroll þegar mr. pizzaface the postman kemur, alltaf jafn hrædd um að hann bjóði mér aftur í bíó eða eitthvað (laser tag eða á quake lan mót), jebb hann er ofur nörd... Svo er ég komin með vinnuna svo á heilan að mig dreymir skuldir: 20.000.- fyrir fiskiveislu og 780.000.- fyrir ökutíma.....ég verð að fara að hætta.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter