Það er eitt sem ég hef lært með biturri reynslu um æfina og það er að setja aldrei bíl á verkstæði, frekar skildi maður henda bílnum.
Nú er viðgerðarmaðurinn á Klaustri búinn að finna allt mögulegt að bílnum mínum. Hann byrjaði á að skipta um hina biluðu dælu sem var allt gott um að segja, svo skiptil hann um tímareim þar sem hvort eð er var búið að taka allt frá henni og var ég búinn að gefa grænt ljós á það. Þá þurfti mann fýlan að telja sér trú um að pakkdósin á knastásnum væri ónýt því hún læki og skipti um hana líka, án þess að spyrja mig. Við að skipta um þá pakkdós þurfti að taka hjólið sem tímareimin er fest á af knastásnum og komst hann þá að þeirri niðurstöðu að kíllinn væri ónýtur af sliti og kílsporið á öxlinum útjaskað, en þetta virkaði samt allt áður en hann fór að rífa í sundur. Svo þegar hann var búinn að panta nýjan kíl passaði hann ekki svo maðurinn þóttist þurfa að tala við rennismið til að gera nýjan. Rétt er að taka það fram að ekkert af þessu kemur hinni biluðu dælu nokkuð við heldur er þetta bara það sem hann taldi að yrði að gera líka.
Ég vil taka fram að bifvélavirkjar eru yfirleitt sauðir sem vita ekkert í sinn haus, vil ég því vara fólk eindregið við því að taka mark á slíkum mönnum. Vil ég því bara minna fólk á að ef það neyðist til að fara með bíl á verkstæði að segja köllunum þar að snerta ekkert nema það sem á að laga og er þeir segjast hafa fundið e-ð annað sem verður að skipta um því það sé rétt að fara á bara að segja, "við látum það fara, svo skiptum við um það" því svona hlutir geta lafað árum saman.
Ef einhvern langar í tvo miða á ball með Milljónamæringunum á Broadway á laugardag má hin sami láta mig vita því afgreiðslumaðurinn í búðinni vildi endilega láta mig hafa þá í kaupbæti, þó að ég segðist ekkert hafa við þá að gera.
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home