Jæja, þá er að koma að því, eitt próf eftir og svo námsferð að Sólheimajökli og svo er þessu skólastússi lokið í bili allavega. Ég mun pakka pakka saman föggum mínum og flytja út af stúdentagörðum fyrir maílok. Ég er á leið í heimabyggð þar sem ég hef hugsað mér að starfa í sumar og hugsanlega í vetur á ekki ómerkari stofnun en "The Natural Research Center in Northwestern Iceland." BS verkefnið verður líka unnið í sumar og svo bara útskrift í haust. Framhaldsnámið verður að bíða því ég er svo skítblankur eftir áralanga misnotkun á veskinu mínu að ég verð að fara að eyða í sparnað.
Mér hlakkar til að komast í burt úr borginni enda er ég sveitavargur í gegnum skinn og bein og vil helst vera með beljunum og hestunum í sveitinni.
Og þar með er mitt innlegg komið í umræðuna.
p.s. mig er farið að dreyma Kötlugos, en ykkur??
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home