Halló allir!
Nú eru tímamót á vefi Holufyllingafélagis þar sem gestir eru komnir yfir þúsund! Vá! Þetta er frábært!
Ég persónulega held að helsta aðdráttarafl vefsins sé hversu spennandi hann er, maður veit aldrei hvort einhver sé búinn að blogga eða ekki þó svo að heil vika sé síðan að maður kíkti síðast...;)
Annars er allt gott að frétta frá landi osta og túlipana, 28 stiga hiti og molla, úff, enda er ég bara búin að gefast upp og er í tölvunni. Skólinn minn er búinn 27. júní, minnir mig, og ég er búin að panta far heim.
Sjáumst fljótlega,
Ingibjörg
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home