sunnudagur, ágúst 08, 2004

Sæl öll,

um helgina fór ég með Birni í tvær veislur og eitt felt. Við byrjuðum á að fara til Sigga, bónda í Borgarholti, í afmælisgöngu á Vörðufell (æ..ég er svo þreytt...og æ..það er svo mikil rigning...) og svo í lambalæri m/öllu, rauðvín og ribena sem var alveg mega. Við Björn gengum í barndóm og létum eins og fífl og fundum upp frábærann leik sem allir geta spilað sem eiga pínkulitla plast dollu og ástarpung sem passar í hana en leikreglur eru þó of flóknar til að útlista hér. Síðar um kvöldið sigum við til Sveinborgar í Hellishólum í Fljótshlíð þar sem voru tjaldbúðir og hálfklárað hús, sem notað var sem félagsheimili. Hljómsveitin Herra Möller Herra Möller hélt uppi miklu stuði (áts, mér er enn illt í eyrunum) og Sveinborg bauð upp á bjór á kút og landabollu sem var eðal (ef eitthvað annað hefur heyrst þá var það einungis röfl í fyllirafti). Kids (gamla fólk væri kannski frekar við hæfi;)), takk fyrir mig! Ég skemmti mér konunglega.
Í dag fórum við svo með Gulla land að Sólheimajökli og settum niður stikur (ég var aðallega í því að væflast og týna steina (þegar ég skrifa aðallega þá meina ég bara)til að merkja stöðu jökulsporðsins árið blabla í góðu veðri, hlýr og notalegur blær kom af jökli og stemmarinn var ágætur miðað við ástandið kvöldið áður. Jebb, jökullinn er að minnka - svo um munar.

Ingibjörg aka Hekla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter