Í dag varð ég fyrir vinnuslysi af verstu sort.
Þannig var mál með vexti að ég sat á hringekjurammanum sem ég var að gera við og var nýbúinn að sjóða rennilega suðu á I-bitann sem ég var að skipta um. Til verksins hafði ég þráðsuðu sem var þeirri náttútru búinn að vírinn í henni var fylltur svo gjallberja þurfti suðurnar, sem sagt þá munda ég gulan gjallahamar og læt hann vaða á suðuna. Ekki vildi nú betur til en svo að ég var einhvað að gapa yfir verkinu og fékk því nokkuð stórann gjall mola upp í mig, til upplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja er slíku gjallmoli mörg hundruð gráðu heitur svo mér var um og ó og spýtti honum út úr mér aftur. Við þetta óhapp brenndist ég bæði innan á neðri vör og á tungubroddi, ekki mikil brunasár en mjög óþægileg. Afleiðing þessa slys varð það að ég gat ekki drukkið kaffi í marga klukkutíma á eftir þannig að segja má að þar hafi ég eyðilagt fyrir mér daginn.
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home