Fór í þriggja daga reisu um suðurlandið og austur á Höfn.
Ég komst heim að lokum en ekki bíllinn minn sem stendur nú bilaður á fyrir utan sjoppuna í Freysnesi ásamt öðrum biluðum bíl. Ég er nýbúinn að ferðast 400 kílómetra á puttanum og er því mjög sáttur við að vera kominn heim með kaldann bjór í hönd.
Nú er bara að redda sér nýrri kælivatnsdælu eða amk nýju loki með nýrri legu í Golf 1800 '89 árgerð og komst austur aftur með nokkra lykkla til að skipta. Verst að bíllinn mömmu og pabba skuli líka vera bilaður, ónýt lega í afturdrifi.
Gamlir bílar hafa sál en eiga það til að sýna of mikinn persónuleika.
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home