fimmtudagur, september 11, 2003

Fór með Márusi bróður í veiðiferð um helgina í Skagafirði. Er þar skemmst frá að segja að við skutum sitthvora gæsina, það er ekki neitt sérstaklega mikil veiði en allt í lagi miðað við það að á túnið hjá okkur settist ekki ein einasta gæs og þessar tvær voru skotnar þar sem þær flugu yfir. Annað er að ég komst að því um helgina að ég þarf að vinna svolítið í skotnýtingunni, sem þýðir á mannamáli að ég þarf að drepa nokkrar leirdúfur og kókflöskur á næstunni.

Af því slysi sem ég ýjaði að í síðustu færslu, sem átti sér stað með þeim hætti að bílinn sem ég var að fara frammúr á miklum hraða á Laugarveginum ákvað að fara inn í stæði þvert í veg fyrir mig. er það að frétta að ég er enn með sár á olnboganum og með töluvert mikinn verk í hnénu, raunar er ég það slæmur í hnénu að ég er ekki viss um að ég geti farið á karateæfingu í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter