miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ég var búin að hugsa með sjálfri mér að núna - í fyrsta skipti - yrði menningarnótt menningarleg og ég myndi bara vera allann daginn niðri í bæ...En nei...Ég hafði náttúrulega eitthvað betra að gera. Ég ákvað í staðinn að hjálpa bestu vinkonu minni að pakka niður þar sem hún var að flytja til Svíþjóðar á mánudaginn *snökt*.
Um miðnætti fór ég síðan í ómenninguna niðrí bæ og var á Grandrokk og röltinu eiginlega allan tímann. Hitti fullt af fólki m.a. Erlu perlu og hún var sko ekkert að pæla í því að hún væri að fara í efnafræðiprófið...Þar sem það var ómögulegt að fá leigubíl heim þá röltum við um bæinn til morguns og ég var komin heim um áttaleitið. humm humm.. Sem var reyndar ekkert allt of gott því mér var boðið í kveðju hádegisverð kl. eitt. En ég náði sem betur fer og fékk þennan fína Suður Afríska mat. Semsagt bara ágætis skemmtun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

free hit counter