Jæja kæru félagar þá er efnafræðiprófinu lokið og vonandi Almennu Efnafræðinni eins og hún leggur sig hjá mér. Ótrúlegt en satt þá gekk mér bara ekkert svo illa á þessu prófi. Enda er maður nú svona nokkurn veginn farin að kunna klækina. Ég er að spá í hætta við að brenna efnafræðibókina og setja hana bara upp í hillu í staðinn. Hún verður þar sem nokkurskonar minnisvarði um þessi ömurlegu námskeið. Svo gæti hún komið í góðar þarfir því í hvert skipti sem að ég fyllist ofsafenginni jákvæðni og bjartsýni og verð fram úr hófi montinn, þá er nóg fyrir mig að líta bara á bókina uppi í hillu til að verða aftur neikvæður og niðurdreginn. Þaning getur maður náð sér niður á jörðina aftur. Hún verður svona nokkurs konar búffer, svo ég slái nú um mig á svolitlu efnafræðimáli. En allavega elskurnar mínar hafið það gott, ég er að fara aftur í sveitina að ganga frá lausum endum og verið hress, ekkert stress og bless bless.
Sjáumst í byrjun sept.
p.s. ég sá Erlu Perlu hvergi, var hún ekki líka að taka prófið?
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home