föstudagur, apríl 30, 2004

Jæja er ekkki tími til kominn að endurræsa þetta

mánudagur, apríl 19, 2004

Mikið er gaman að sjá að holufyllingarnar eru ekki dauðar úr öllum æðum! Héðan frá Niðurlöndum er allt gott að frétta, mikið um gestagang og allt of mikill bjór (kassinn er nú einusinni á 800kr!)...Ég er búin með eina önn í skólanum og er búin að fara í eitt lokapróf sem gekk hræðilega og á eftir að skrifa eina ritgerð sem ég á að skila áður en skólinn er búinn í júlí. Nú er svo seinni önnin mín að fara að byrja og ég er á leið í fjarkönnun og líklega eitthvað lítið verkefni.

Annars er hér allt í blóma, vorið komið og grundirnar gróa...Síðustu dagar hafa verið frábærir, með sól og 20 stiga hita..mmm...

Ef einhver á svo leið hér um er velkomið að gista hjá okkur og skoða stærsta kirkjuturn í Hollandi og sjöunda besta skólann í Evrópu svo ekki sé talað um síkin og barina...

Jæja, ég kveð að sinni!

Ingibjörg van der Kert

Og já, gangi ykkur vel í prófunum!

free hit counter