miðvikudagur, júní 30, 2004

sæl verið fólkið, er ekkert markvert að gerast hjá ykkur!
Ég og Sæmi hittumst í Skálholti um helgina þar var legið í kari og drukknir nokkrir öllara af því tilefni.
Það stendur til að hin svokallaða ritnefnd Fjallsins ættlar að eyða smá aur í vittleysu og þarf því að vita hvenær einn meðlimur hennar kemur frá Hollandi? Ingibjörg hvenær kemur þú ? Búið er að skipuleggja dagskránna sem er bjór-drykkja og enn meiri bjór-drykkja.
kv.Siggi

sunnudagur, júní 27, 2004

Halló!

Hvar er fólkið? Eru ekki allir í stuði? Er bara fúlt á Klakanum??

Áfram Holland! (Oranje! Oranje!)

I

miðvikudagur, júní 23, 2004

Hvad segir folkid? Bara alles gutes vonandi. Nu er naest sidasti dagurinn i skolanum i dag (vuhu!) en thvi midur verda fyrirlestrar a morgun milli 9 -5 sem er bommer thvi ad folk er adallega ad tala um raekjubu i Taelandi: hag - og felagsleg ahrif...bahhh Ekki eitthvad spennandi eins og eg, steindir kortlagdar med hjalp litrofs loftmynda i sudur Frakklandi...spenno!

C u!
I

mánudagur, júní 21, 2004

Jæja nú rétt í þessu var ég komast að því að ég hef verið að missa af helmingnum hérna á blogginu. Var að fatta hvað þetta Bögg(0) þýðir :) I´m stupid I know

Óska þeim félögum Sigga og Fjalla til hamingju með áfangann.

sunnudagur, júní 20, 2004

Mig langar líka til að óska jarðfræðingunum Sigga og R. Fjalari til hamingju með prófið!
Þeir eru náttúrulega eina fólkið með viti í þessum bekk okkar, engin leti og ekkert kjaftæði!

Ég þakka heimboð en ég hafði því miður ekki tækifæri til að koma.

Góðar stundir,
Ingibjörg

Ég vil óska Fjalari og Sigga til hamingju með jarðfræðinginn. Einnig vil ég þakka fyrir frábær heimboð. Hornin voru góð og grillpinnarnir gómsætir, að ógleymdum ostinum.

BO

föstudagur, júní 18, 2004

Mér skilst að nú sé engu hægt að koma að nema í einhverskonar kveðskap...

Hér hommar sig halda
og helvíti valda
Bloggið er dautt,
málefnasnautt.
Þeir hossast og telja sig kalda

(og ekkert vera að bögga mig með einhverju stuðla og höfuðstafa bulli)

einhver á greinilega leynilegan aðdáanda

Haukur af elju slefar
Bleikur gefur ‘ann góðan
Clint í skegg sitt klípur
Böttar aftaníossan

(Höf. óþekkur)

Helgi minn...hér er vettvangur fyrir níðkveðskap en ekki þennan leirburð þinn. Bið um að næst þegar þú tjáir þig þá verði það með almennilegum hætti.

þetta heyrðist kveðið á hommableika svæðinu nýverið

Úr helju Gummi heimti Helga
til að skemmta sínum sprella
gaman varð þó skammt því Haukur stakk í stúf
Nú krípur Gummi opinn einn með Hauk og Clint aftan' í sér

(Höf. óþekkur)

Nú hefur heyrst að Helgi sé að slá sér upp með sænskri fegurðardís norður á Sauðárkróki. Þær sögusagnir slá nú aðeins á þann orðróm að kallinn sé kynvillingur. Þá datt mér í hug þessi limra:

Helgi nú hossast af elju,
hann setur í Svíþjóðarbelju.
Er ekki hommi,
einungis kommi.
Kallinn er heimtur úr helju.

miðvikudagur, júní 16, 2004

meira hér og hér

þriðjudagur, júní 15, 2004

Sæl öll
Bara að mynna á veisluna á laugardaginn, hjá mér 5-8 og síðan tekur R.Fjalar við eftir kvöldmat.
Eitt að lokum allir verða að fara á http://www.siv.is/i_mynd/myndir og sjá BO í öllu sínu veldi.
kv.Siggi

Helgi er alltaf eitthvað að tala um rassgöt á msn-inu svo mig er farið að gruna ýmislegt. Af því tilefni henti ég saman þessari stöku í morgun:

Hommableikur hugleikinn er,
hunsar kenndir sínar.
Helgi bráðum hommast fer,
holur passa þínar.

mánudagur, júní 14, 2004

Knall! Knall! Knall!

Kæru félagar!
Næstkomandi laugardag býður félagi okkar og vinur (Reynir) Fjalar til knalls. Mæting er upp úr kvöldmat og verður knallið með hefðbundnu sniði fram eftir kvöldi að öllum líkindum. Nýtt aðsetur verðandi hr. jarðfræðings er Andrésbrunnur 15 sem er í Reykjavík.

Þakka þér fyrir boðið Siggi. Maður er nú svo feiminn og óframfærinn að maður þorir ekki að mæta í svona familíuveislur hjá ykkur gömlu köllunum. Væri ekki sniðugt að slá upp holufyllingagrilli í tilefni háskólamenntunar ykkar. Réttast væri að gera það sem allra fyrst, kannski 26. júní eða þá sem fyrst eftir að Ingibjörg kemur heim.
Svo læt ég hér flakka eina limru sem ég henti saman í tilefni forsetakosninganna þann 26. júní:

Þá fyrst er í helvíti frýs,
forseta Ólaf ég kýs.
Oss leikur grátt,
á skítlegan hátt.
Fíflið hann Óli grís.

sunnudagur, júní 13, 2004

Næst komandi Laugardag þann 19.06 útskrifar HÍ nemendur og meðal þeirra eru að minnsta kosti tveir afar gamlir menn hehe. Ég verð með smá veislu og verður opið hús í Drápuhíð 4 milli 5 og 8.... á laugardaginn og er ykkur hér með boðið að koma og þiggja léttar veitingar.
Kveðja Sigurður bóndi og næstum JARÐFRÆÐINGUR

miðvikudagur, júní 09, 2004

Hvernig er það, ætlar BO að keppa í þessu DH-móti um helgina.
Væri gaman að kíkja á þetta.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Halló allir!

Nú eru tímamót á vefi Holufyllingafélagis þar sem gestir eru komnir yfir þúsund! Vá! Þetta er frábært!
Ég persónulega held að helsta aðdráttarafl vefsins sé hversu spennandi hann er, maður veit aldrei hvort einhver sé búinn að blogga eða ekki þó svo að heil vika sé síðan að maður kíkti síðast...;)

Annars er allt gott að frétta frá landi osta og túlipana, 28 stiga hiti og molla, úff, enda er ég bara búin að gefast upp og er í tölvunni. Skólinn minn er búinn 27. júní, minnir mig, og ég er búin að panta far heim.

Sjáumst fljótlega,
Ingibjörg

föstudagur, júní 04, 2004

ég sé að það er nóg að gera hjá ykkur vinnuni, það mætti kannski breyta nafni fyritækisins í Íslenskar Bött-rannsóknir (ÍSBÖTT). Hvað er annars af frétta af ykkur, hvernig gengu prófin o.s.fl. Við þurfum að fara slá upp einu grilli fjótlega eða bara fá sér bjór saman :)
kv. Sigurður bóndi

fimmtudagur, júní 03, 2004

Mér skildist að það ynni landfræðingur sem kallast Eija með þeim félögum hjá ÍSOR, þá datt mér eftirfarandi í hug sem andsvar við vísunni hans Gumma.

Hjá ÍSOR starfar kaldur kall
sem kallast Hommableikur
böttar' ann Eiju
landfræðingspeyju
hjá honum er gleði og gaman

Í dag frétti ég að Fjalar og Helgi ku stunda mikið það sem kallað hefur verið MSN-bött. Þá datt mér í hug þessi limra:

Spenntir á netinu spjalla,
sperra þá limina alla.
Setja í skottið,
helvítis gottið.
Á hvorugan má nú halla.

EHÓ..........ííííííhhhhhaaaaaaaa

Ég mæli með tónlistinni úr O Brother, where Art Thou

Flottar vísur drengir. Ég á í vandræðum með að útnefna yfirbuttarann, enda á Reynir eftir að henda saman sinni vísu og hver veit nema að Fjalar taki þátt.

Á morgunn fer ég upp á Vatnajökul í 51. vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands. Meðal verkefna verður að mæla hæð Hvannadalshnjúks nákvæmlega með nýjustu tækni. Einnig mun Frið Sivleifsdóttir renna upp á fjall og kynna sér nýjasta þjóðgarðinn sinn eða hitt þó heldur!!!! Ég mun svo að öllum líkindum koma heim aftur 12. júni.

Sæmi, hvar ertu, hvernig gengur, VOTTTT...........ertu í alvöru orðinn að froski.

Gummi, Breiðarmerkurjökull gekk frábærlega. Ég náði á innan við sólarhring að keyra um 800 km, ganga 20 km á ís og bora 60m niður í ísinn.

Siggi, ertu orðinn jarðfræðingur???

Fjalar, hvar er Reynir???

Ingibjörg, ertu ekki að koma heim???

Helgi, hve stór er sólin???

Erla, hvar eru stígvélin mín???


BO óböttaður og hress.........

Sælir ágætu holufylltu félagar

Ég vil minna á að þann 8 júní gengur reikistjarnan Venus í svokallaðan "transit" fyrir sólina sem þýðir í raun að hún birtist sem dökkur blettur á sólskífunni. Þetta gerist ákaflega sjaldan (síðast árið 1882) og gefur þetta stjarnfræðingum möguleika á að meta stærð sólar með meiri nákvæmni en áður. Ef það verður sólskin er nauðsynlegt að reyna að missa ekki af þessu en ef þið ætlið að góna á sólina verður að nota varnarbúnað eins og rafsuðugler eða þar til gerða filtrera. Venjuleg sólgleraugu duga EKKI!!

Ef þið verðið blind þann 8 júní ER ÞAÐ EKKI MÉR AÐ KENNA.

Fyrir áhugasama þá er á almanaki háskólans er fín samantekt um þetta efni eftir Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing

http://almanak.hi.is/venus.html

Kveðja
Helgi Páll Jónsson
Sérlegur geimferða og stjörnuskoðunarupplýsingafulltrúi Holufyllingfélagsins

þriðjudagur, júní 01, 2004

HEHEHE þetta var helvíti góð böttvísa Guðmundur

Já ég hélt líka að ég hefði einkaréttinn og nú er ég alveg böttandi brjálaður yfir að þú skulir fá allt böttið!!!!

Bestu böttkveðjur
Vargurinn

Minnugur þess hve Helgi og Fjalar hafa alltaf verið viljugir til að vera saman í herbergi á ferðalögum holufyllinga þá henti ég saman eftirfarandi limru:

Saman í bedda þeir bjarga sér vel
og bötta hvorn annan í hel.
Hott, hott, hott
og böttið er gott.
Böttað er mikið og vel.

en Helgi ég hélt að þú hefðir einkarétt á því að bötta Fjalar??

jæja í dag dundi ógæfan yfir mig...sennilega vegna þess að ég hef ekki farið til kirkju síðan ég var fermdur og held því statt og stöðugt fram að guð sé uppspuni. vélin í bílnum mínum bilaði og skv. íturvöxnum bifvélavirkja, sem gegnir kallinu Stjáni stóri, er áætlað að viðgerðin muni kosta um 100 þúsundkall. það verður því bara vatn og brauð í nesti það sem eftir lifir sumars.

Nú skora ég á holufyllinga í vísna og ljóðakeppni.
Og hér kemur fyrsta ljóðið sem ég tileinka vinnufélögunum á ÍSOR.

Hjá ÍSOR þeir starfa nú saman
félagarnir Gummi og Fjalar.
Þeir "bötta" þar hvorn annan
þá er nú gleði og gaman.

Bött, bött, bött heyrist allan daginn.
Bött, bött, bött heyrist allan daginn.

Gummi "böttar" Fjalar
og Fjalar "böttar" Gumma
og saman þeir "bötta" í takt.
Já hjá ÍSOR er gleði og gaman.

free hit counter