fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Í gær var haustfundur Jarðfræðifélagsins og var fókusinn stilltur á hafsbotninn. Þetta var fínn fundur og margt skemmtilegt að heyra og sjá. Holufyllingar voru frekar duglegar að mæta, en þarna voru auk mín, Erla, Siggi, Sæmi og Lilja en Gummi kom ekki fyrr en bjórinn var borinn á borð. Ehem...
Semsagt fínt.

Annars hélt ég útskriftarpartý í tilefni útskriftarinnar úr jarðfræðinni um daginn. Það var megafjör þrátt fyrir dræma þáttöku Holufyllinganna. Rauðvín, saltfiskur, ís og læti;)

Er svo að vinna bara alla daga og að gaufast í ljósmyndaskólanum...

Hvað er að frétta af ykkur?
Hvar er Helgi?
Hver er þessi Fjalar?
Er Björninn búinn að gleyma íslenska ritmálinu?
Hvar er Kvæða- Gummi? Sæmi sæti? Siggi bóndi?
Bíddu- var Sverrir með okkur í jarðfræði?
Við vitum svosem allt um Erlu;)- því hún er svo dugleg að skrifa á bloggið.

Ha...jájá- reynið nú að kippa þessu í liðinn!

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Hei hó krakkar
Ef ykkur langar til að skoða myndir sem ég tók í fluginu mínu yfir Grímsvötn þá eru þau á lynkinum....
www.hi.is/~glb/Eruption
Endilega kíkiði á. Einnig smá "sightseeing" myndir með.
Sjáumst
kv. Erla perla

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Hei hó krakkar
Allt að gerast núna.... Vá í...
Ótrúlegt.Tek öll mín orð til baka, við vitum ekkert hversu stórt þetta getur orðið en við vitum þó að þetta verður ekki langt samkv. Helga Björs.
ótrúlegt ótrúlegt.
Amma er að safna fyrir mig ösku á Akureyri ef vindátt breytist ekki. ótrúlegt.
kv. Erla perla

Hei hó rúsínurnar mínar.
Þeir sem voru með blaðið og eru með lykil af skrifstofunni sem blaðið var geymt í eiga að tæma hana og helst að opna hana samkvæmt burðarkörlum á vegum H.Í.
Fullt af dóti sem eldfjallastofnunin á er þar á þriðjuhæð og ég er viss um að Sæmi meigi taka nokkrar bæklinga....;)
Annars verður Sæmi nokkuð afbryðisamur þegar ég segi honum hvað ég var að glugga í í dag. Sérprent eftir Sigurð nokkurn Þórarinsson. Er að fara að hitta Sven son hans á morgun í sambandi við frekari flokkun eða ef hann ætla bara að taka það.
Ef hann vill að við flokkum þetta með Jarðfræðafélaginu skal ég reyna að ná í sérprent fyrir þig Sæmi. Ótrúlegt. Maður er hálf orðlaus að fara í gegnum verk hans. Allar þessar handskrifuðu bækur. Jammí...
Þarf ekki á burðarmönnum þar sem H.Í réð nokkra jaka til að hreinsa út húsið. Takk samt kærlega Ingibjörg, BO fyrir innlegg ið í síðast bloggið.
Jaja farin að sofa núna .... sjáumst dúllur
kveðja Erla perla.
Ps.
Húsafell minnti mig nú ískyggilega mikið á 2 árið þegar við fórum þangað í storkubergi ef mig minnir rétt og hjóla Halli hélt á stuðli fyrir mig niður úr fjallinu. Hann er svo sætur.;)
Hundurinn hennar Binnu var ekkert smá lítill og nettur og ekki tel ég að í þessu tilfelli að eigandinn sé líkur honum.

mánudagur, nóvember 01, 2004

jesss gos, gos og eldgos, og það í Grímsvötnum, hvar er BO?
Nú er tilefni til að gera e-ð til dæmis að skála, skál.
Verið viðbúinn Kötlu og Heklu þetta er allt að fara af stað(jesss)
kveða Siggi með smá gosóróa:)

free hit counter