mánudagur, júní 27, 2005

Sendibréf til Holufyllinganna


Sælar holufyllingar!
hvað er nýtt? Af mér er allt gott að frétta.
Myndin sem ég sendi með er af mér að ganga á Skjaldbreið á Sautjándanum (engin ástæða til að missa kúlið þó að maður sé í fjallgöngu ! ;)). Veðrið var stórgott, jafnvel ofgott, því ég og Raggi brunnum órúlega og urðum eins og rass á bavíana í framan... Veðrið í borginni hefur hinsvegar ekki verið upp á marga fiska síðustu daga, alltaf hálf rigningarlegt. Annars er það í fréttum að ég sit bara við skrifborðið alla daga og les um alla hluti, sérstaklega þó um áhrif loftslagsbreytinga á allt í heiminum. Og það eru sko mikil og ótrúleg áhrif. Úff, gott ef ekki allt er loftslagsbreytingunum að kenna. Svo erum við Raggi, ásamt fjórum öðrum, að fara að leggja land undir fót- í orðsins fyllstu merkingu- þegar við göngum Laugaveginn næstu helgi.
Það er orðið allt of langt síðan maður heyrði í ykkur- enda líklega nóg að gera hjá öllum. Ég vona að þið hafið ekki verið að reyna að ná í mig í gemsann, því hann er bara dauður, leiðindaskrafurinn sá.
Jæja, ég vona að þið hafið það gott í sumarfríi frá bókunum.
Bestu kveðjur,
Ingibjörg

free hit counter