miðvikudagur, september 29, 2004

Jæja......nú fer einu besta tímabili lífsins að ljúka og annað gott að taka við. Í tilefni þess að Holufyllingarnar eru smám saman að klára þetta langar mig til þess að bjóða til myndasýningar þar sem skoðaðar verða misskemmtilegar myndir frá árunum þremur.

Ég fer til DK á laugardaginn kemur og verð aftur á klakanum þann 15. okt. Í vikunni fyrir Útskriftina 23. október hef ég áhuga á að bjóða í bjór og myndir og ef einhver vill baka pönnukökur þá verð ég sáttur.

Helgi, Sverrir, Reynir, Ingibjörg, Gummi Bjarki, Sæmi, Siggi, Erla og BO......... látið vita hvenær ykkur hentar best og svo verður gaman.

Sem dæmi um myndir:
Suðulandsferð
Greiningartækni
Kortlagning á Vestfjörðum
Skotland
Efnafræðitímar
Rauðamelur
Bjalli
Helgafell
Hinar og þessar samkomur
ofl

BO hinn káti!!!

þriðjudagur, september 28, 2004

Skemmtilegar myndir!!
http://www.raunvis.hi.is/%7Ejarosch/albums/vatnajokull_jun_04/index.html

Njótið vel

mánudagur, september 27, 2004

Já, ég er búin að vera í símasambandi við nokkrar Holufyllingar í kvöld, Sæma, Sigga og Fjalar (sem er í Aberdeen ef einhver var búinn að gleyma því eins og ég...)

Hér eru helstu fréttir (svona af því að þessir ágætu menn eru ekkert alltof duglegir að skrifa):

Sæmi er svona að leggja lokahönd á ritgerðina sína (stefnir á að skila seinni partinn í næstu viku) og var að tala við Olgeir í kvöld. Helsta umkvörtunarefni Olgeirs er að ritgerðin er of löng, sem kemur nú kannski engum á óvart;) Mér tókst ekki að draga það upp úr Sæma hversu langt ritið er...

Siggi er alltaf í sveitinni og er ekki bara að vinna á sínum bæ heldur líka bæjunum í næsta nágrenni, en það er víst eitthvað sem bóndinn á Borgarholti sér um. Kaffi og kleinur á hverjum bæ...ekki slæmt.
Vinnan hjá ríkisfyrirtækinu er svo í biðstöðu, en það syrgir Siggi víst ekki.

Fjalar er staddur í Aberdeen, Skotlandi, og er byrjaður á masternum, fyrstur Holufyllinga. Honum líst mjög vel á skólann og námskeiðin og finnst kennslan vera skipulagðari og bera meiri vott um áhuga en hér heima í HÍ. Hann er búinn að finna sér íbúð og flutti inn í dag, en er til þessa búinn að vera á einhverju ömurlegu B&B. Fjalar bað að heilsa Holufyllingum, en þó sérstaklega Helga, sem er vonandi með bros á vör þrátt fyrir smávægilega örðuleika í skilunarmálum.

Af mér er svo það að frétta að íbúðarmálin virðast vera komin í höfn- 77m2, 70þús, 101 Rvk (býður einhver betur??).
Ritgerðin er að klárast og ég stefni á að skila núna á mið/fim. Er svo að byrja í nýrri vinnu á fös/mán og hlakka mikið til að skipta um gír...

föstudagur, september 24, 2004

Hmm... góðan daginn gott fólk, langt síðan maður hefur ritað eitthvað hér.

Ég verð því miður að tilkynna ykkur það að ég verð einn af þessum lúðum sem útskrifast reyndar í febrúar en ekki í janúar. Ástæðan mun vera sú að ég var of seinn að skila uppkasti til Ólafs Ingólfssonar sem hefur ekki tíma til að lesa það yfir. Ég átti víst að skila honum í ágústlok en misskildi þetta eitthvað því hann tjáði mér bara að hann kæmi heim úr felti þá. Best að ég noti þennan óvænta extra tíma til endurskoða pappírinn, hann versnar varla við það.

Annars er það bara að frétta að ég fór til Surtseyjar núna nýverið, með félaga Fjalari og sjálfum SJAK!! Það var rosaleg upplifun. Fann þrjá Xenoliths fyrir Fjalla (hann fann ekki neitt greyið) og einn Gabbró-hnyðling fyrir Svein, sem var svo ánægður að hann tjáði mér að mín yrði getið í ársskýrlunni (vá maðr!!). Mældum borholuna frægu og vorum að athuga með sprungur uppi á móbergsbunkanum. Sérstaklega var þó gaman að fá far með þyrlum landhelgisgæslunnar, ótrúlegt útsýni.

En að lokum, gangi ykkur allt í haginn á útskriftinni og til hamingju með BS gráðuna! ekki fara ykkur að voða í fagnaðarlátunum.

AMEN

p.s. hvaða rugl er þetta á heimasíðu háskólans með að einhverjir af ykkur séu að útskrifast úr efnafræði????????




fimmtudagur, september 23, 2004

Jæja, nú er að fara að koma að því að maður skili þessu af sér, endanlega. Ég verð nú samt að segja eins og er; það er nú hálf óþæginlegt að hugsa um það að eftir það geti maður engu breytt...þó að ég verði himinlifandi að losna við helvítið!

Hvernig gengur fólki annars? Hverjir eru enn vissir um að klára þetta núna í október?? Hvaða lúðar ætla að útsrifast í janúar??? ;)

Ég er annars að leita mér að íbúð (þegar ég segi ég þá meina ég: ég og Raggi og Helgi (og þá er ég ekki að meina Helgann sem heldur sig stundum hér (en hefur ekki sést lengi)) og kattarófétið). Er að fara að skoða eitthvað á svalasta stað í bænum- Þingholtunum- og vona að það sé ekki eitthvað meidjor greni... Ef þið vitið um einhvern sem vill leigja okkur 3-4 herbergja íbúð í nánd við HÍ plís látið mig vita!!



sunnudagur, september 19, 2004

Krossfesting eða klapp á bakið...............nú skal uppkasti skilað!!!!

föstudagur, september 17, 2004

Já ef maður væri nú jafn samviskusamur og hún Ingibjörg þá væri maður nú ekki kominn með magasár núna. En það er gott að vita til þess að einhver er að standa sig...vel gert Ingibjörg!!

föstudagur, september 10, 2004

Ingibjörg

Þú ert svo samviskusöm.............Til hamingju með uppkastið

Ég er nú bara að bora í nefið og vona að ritgerðin skrifi sig sjálf. Ég æla að fara á morgun og ná mér í smá GPS mælingar af svæðinu mínu til þess að nota sem grunn að korti fyrir svæðið. Stefnan er að skila Óla frumuppkasti á föstudeginum eftir viku. Ef Guð lofar!!!

BO

miðvikudagur, september 08, 2004

Sælar Holufyllingar.

Nú er ég búin að vera í útlegð í viku. Augljóslega hefur enginn saknað mín hér. Ég er annars svo gott sem búin með uppkastið af ritgerðinni og stefni á að senda Olgeiri hana um helgina. Ég á enn eftir að vinna meira í kortum og töflum. Þetta er fjör...Hvernig gengur hjá ykkur?

Hver verður með partei að útskrift lokinni?

þriðjudagur, september 07, 2004

húje..............annað árið að buffa Holufyllingar í ráðstefnusókn

Já og fyrir ykkur gömlukalladýrkendur, þá var Halli Sig með ágætis fyrirlestur í dag!!

Annars fanst mér súkkulaðikökurnar standa upp úr deginum ásamt öryggisvörðunum sem voru sítalandi við ermahnappana sína!!

BO

mánudagur, september 06, 2004

Hei hó krakkar. Komin að norðan þar sem er alltaf gott veður;)
Var í brúðkaupi hjá Halla bróður mínum og skemmti mér konunglega. Allt of góður matur og lifandi tónlist.
Hvernig væri ef við myndum halda svona annað hvert ár. Samankomu þar að segja ekki brúðkaup...;)
Hittumst og löbbum upp á eitt stykki fjall og fáum okkur svo bjór. Getum stækkað hópinn eins og við viljum. Eða höfum þetta einungis holufyllingarfélagar... hvernig lýst fólki á.
kv.Erla perla

Hei hó krakkar. Komin að norðan þar sem er alltaf gott veður;)
Var í brúðkaupi hjá Halla bróður mínum og skemmti mér konunglega. Allt of góður matur og lifandi tónlist.
Hvernig væri ef við myndum halda svona annað hvert ár. Samankomu þar að segja ekki brúðkaup...;)
Hittumst og löbbum upp á eitt stykki fjall og fáum okkur svo bjór. Getum stækkað hópinn eins og við viljum. Eða höfum þetta einungis holufyllingarfélagar... hvernig lýst fólki á.
kv.Erla perla

sunnudagur, september 05, 2004

Bjór

miðvikudagur, september 01, 2004

hey, hó!!!!

Nú eru aðeins 30 dagar til stefnu. Skila skal tveimur eintökum af ritgerðinni á deildarskrifstofu ekki síðar e 1. október.

Hvernig gengur??

BO ofurbloggari

free hit counter