þriðjudagur, janúar 18, 2005

hæbbs

Langaði bara að láta í mér heyra...Er enn á lífi og við góða heilsu. Sama er þó ekki hægt að segja um köttinn minn því hann er svo stressaður að hann þorir ekki út og því neyðist allt heimilið til að vera í ferómónameðferð(sem er n.b. kvenhormón)með honum...En nóg um það.

Hvað er annars að frétta af ykkur? (ef þið hafið engar fréttir að færa þá getið þið tekið mig til fyrirmyndar og skrifað um köttinn ykkar eða eitthvað álíka...það væri tildæmis spennandi að heyra hvort mamma hans Bjössa sé enn að smyrja nesti ofan í hann þrátt fyrir að hann sé svo gott sem farinn að heiman...Eða hvort það hafi fennt yfir skurðinn sem Helgi var í í haust og það sé skýringin á því að maður hefur ekkert heyrt af honum né séð...Og hvort Gummi sé fluttur frá Mekka a.k.a. Selfoss, til Borgar Óttans a.k.a. Reykjavík (bara svona ef þið eruð ekki að fatta;) og svo framvegis...)

Adiö
Ingibjörg

p.s. þar sem mér hefur verið eytt út úr minni Háskólans þá er ég ekki lengur með netfang við þá stofnun. Nýtt netfang er: ingibjorg_s_g@yahoo.com. (Ég fattaði allt í einu að það var enginn búinn að bjóða mér í partý nýlega og sá þá að auðvitað væri það af því að ég er ekki lengur með gamla ímeilið mitt- ehem ;))

BO er kominn ?

Jæja hvað segir fólkið ? Þetta er nú engin frammistaða í skriftum (20/12) hvað er fólk að gera ?
Þetta eru náttúrulega uppteknir JARÐFRÆÐINGAR að sinna vísindastörfum!!!
Er ekki kominn tími á Holufyllingar að skrifa smá á bloggið, það eflir andlega huggsun : )
Það er annars að frétta af mér að nú í lok janúar næ ég því eftirsótta takmarki að vera búinn að drekka 500-asta kaffibollann á OS á aðeins 6 mánuðum og þar af 3 mánuði í hlutastarfi (þetta er ekki met á stofnuninni).

Meira síðar

kv. Siggi

free hit counter