Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
þriðjudagur, mars 08, 2005
föstudagur, mars 04, 2005
Sælir krakkar mínir
Mikið lifandi skelfingar ósköp er nú langt síðan maður hefur bloggað eitthvað. Ég var núna að velta fyrir mér að skrifa "stungið niður penna" en ég er farin að hafa áhyggjur af því að það sé deyjandi hugtak þar sem allir virðast vera hættir að skrifa með penna....ja eða bara blýanti.
Annars er það að frétta af mér að ég er EKKI dauður (ekki ennþá!!) en bý bara á Sauðárkróki og vinn á Náttúrustofu Norðurlands vestra. Já nú eruð þið að velta fyrir ykkur hvað í désk.... hann er að gera þarna í þessu krummaskuði....en þá bendi ég ykkur á, að af því að ég er á Náttúrustofunni, þá er ég er orðin frægur í Jökli, þar sem finna má mynd af mér í nýjasta tölublaði þess merka tímarits. Nú læt ég það eftir ykkur lesendur góðir að leita að þessari skemmtilegu mynd. Sá sem fyrstur finnur hana og bendir á rétta blaðsíðu fær hugsanlega einhver verðlaun frá mér þegar holufyllingar koma næst saman til sukks og svínarís!!
Heyrðu !! var næstum búin að gleyma aðalatriðinu ...en ég er núna formlega orðin BS-gráðu jarðfræðingur eins og þið hin. Ég og Erlan útskrifuðumst með miklum glæsibrag síðastliðinn laugardag og gaman væri að heyra af teitinu mikla sem Erla hélt í kjölfarið. Líklega er þetta formlegasta athöfn sem sveitamaðurinn úr Skagafirðinum hefur farið á. Maður hélt bara að Kalli prins væri að ganga í sal ásamt föruneyti hringsins þegar rektorinn mætti dúðaður í fína kuflinum sínum ásamt deildarforsetum. Í lokin var svo sungið "Ísland ögrum skorið" og ég fylltist svo miklu þjóðarstolti að það lá við að tár rynnu niður vanga.
En fyrir utan þetta er nú lítið að frétta. Um daginn brá ég mér reyndar á ráðstefnu í drullumalli og ojbjakki í Clermond Ferrand (en það í Frakklandi). Eina skoðun mín á Frakklandi eftir þessa ferð (fyrir utan allan frábæra matinn auðvitað) er, að ég held að það sé auðveldara að bjarga sér á táknmáli heldur en ensku í þessu ágæta landi. Nú til að bæta við þetta....þá fékk ég þá flugu í hausinn að fara að sækja um MS nám í Finnlandi sem ég lét síðan verða af. Bíð nú eftir viðbrögðum um hvort ég verði "accepteraður" eins og SST orðaði það svo skemmtilega við Fjalarinn á sínum tíma.
En nú eru allir orðnir leiðir á rausinu í mér ...... en ekki er hægt að segja að ég hafi ekki verið virkur á blogginu eftir svona ítarlegan pistil. Þetta hlýtur að sanna hið fornkveðna að "seint blogga sumir en blogga þó!!" og að Holufyllingafélagið er ódrepandi þrátt fyrir allt!!!!
Hlakka til að lesa næsta pistil. Hvenær er svo stefnt að því að hafa aðalfund? Hvað segir stjórnin??
Kveðja
Helgi