laugardagur, maí 21, 2005

Blogg

Víst fólk er svo duglegt að blogga ætla ég ekki að vera eftirbátur, ég tek fram að ég blogga reglulega á kommunan.is/sverrir

Nú í síðustu viku var ég í ferð hinum frábæra kúrs "Rof, set og landmótun jökla" og var það vægast sagt fyrna gaman. Eftir þessa ferð er ég eiginlega komin á þá skoðun að reyna að smygla mér í mastersnám í jarðfræði eftir söguna, þetta var bara um það bil það áhugaverðasta sem ég hef gert. Er ég að spá í að reyna að plata Ólaf til að hjálpa mér við það, ég held að ég hafi náð að blekkja alla um að ég væri voða klár.

Annars er ekkert að frétta af mér nema ég er á Skaga og er búin að fresta útskrift til hausts.

free hit counter