föstudagur, apríl 25, 2008

Lokatilraunin

Jæja, nú er ég hættur í Þýskalandi. Ég hlakka til að lesa bloggið aftur 20. maí þegar ég kemst aftur í bloggsamband!!

Hérna er seinasta tilraunin sem ég geri í bili. Gummi, þú sérð að enginn "hóll" myndast í þetta skiptið!

Á grafinu sjáið þið mælingar frá þeim átta hitanemum sem eru í sívalingnum. Þá má sjá vel á myndbandinu. Auk þeirra eru þrýstimælar undir pottinum sem mæla smáskjálfta. Allt bingóið stendur á vog sem mælir massaaukninguna. Þá er geislunarmælir sem nemur hita bununnar. Ú frá þessum upplýsingum má reikna með nokkurri vissu hvernig möttulsnúningur jarðar mun bjarga jörðinni frá auknum hitastuðli.


fimmtudagur, apríl 24, 2008

Bréf frá Erlu!!

Oh hello hello smúllurnar mínar.

Fyrirgefidi hvad ég er sein að svara en tæknin er ekki uppá sitt besta hérnaíEþíópíu. Internetið kemur of fer og ég er ekki alltaf á skrifstofunniþegarþað loksins kemur. Er líka nýkomin úr fríi frá Nýja Sjálandi þarsem viðvoru ad skoða jarðfræði syðri eyjunnar og alpanísku fellinguna(Alpine fault):) Fórum einnig í 3 daga sjókayakferd um þjóðgarðinnAbel Tasman… jammmí.Hérna í Eþíópíu er verið að byggja stærstu RCC(Roler compacted concrete)stíflu í Afríku við ánna Oma ,sem rennur inní samnefndann þjóðgarð og tilKenyja og gufar þar upp. Hérna erótrúlega fallegt. Hlíðarnar alsettar skógi,dýralíf sem maður sáeinungis í náttúrlífsmyndum (Bavíanar og Hýenur) ogmér finnst ég sjáeldfjöll allstaðar ( enda í “ the great rift valley” ) ener of hræddvid snáka til ad ath það betur (kemur að því). KynntumsteinniCobraslöngu of náið þegar við vorum að vinna í Nigeríu..ujjjj. Ætliégþurfi ekki ad fá mér eins skótauj og Leó Kristjánsson :) til ad komasthjábiti. Eina sem ég er ekki alveg ad meika er bölvaður hitinn.Vanalega 38°umkl;16:00. Regntímabilið er ad fara að byrja svo þetta ætti nú ad batna íbráð.

Já grill hljómar ótrúlega vel. Ég ætlði mér að koma á skerið íágúst þegar eldfjallaráðstefnan verður en er einnig að velta fyrir mérþeimmöguleika að vinna á Íslandi í sumar en hef ekki gengið á eftir þvíeðaunnið í því neitt. Væri gott að komast úr þessum hita svona allavegaí3 mánuði. Allt hérna gegur frekar hægt og verkefnið hefur breytt umstefnu2 sinnum. Eru enn að finna fé fyrir hana og hafa ekki greittverktakanum í um 1ár. Svo já allt er frekar óvíst hérna úti. En ég erenn hérna og verdlíklega þangað til í sumar. Hvernig er þetta.. Eruallir orðnir meistarar ogjafnvel meira…. ???? :) Ég væri svo til í adhitta ykkur. Það var svo coolad sjá Gumma karlinn í ágúst rétt áður enég fór til Rússlands. Égþekkti hann ekki fyrr en eftir allavega 20mínútur:)

Takk Sæmi enn og afturfyrir hjálpina við greinarnar. Jajaendilega sendið mér línu svona til aðsegja mér hvað þið eruð að baksa og hvernig ykkur líður og gengur.

Ástar og saknaðarkveðjur frá heimsálfuflakkaranum Perlunni.

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Allt að geras!!!


Ingibjörg Snædal Guðmundsdóttir: Rb-Sr aldursákvörðun á gúlnum Mælifelli og öðrum súrum gosmyndunum á Snæfellsnesi. Meistaraprófsfyrirlestur við jarðvísindaskor (28.04.2008)
Ingibjörg Snædal Guðmundsdóttir flytur meistaraprófsfyrirlestur sem hún nefnir: Rb-Sr aldursákvörðun á gúlnum Mælifelli og öðrum súrum gosmyndunum á Snæfellsnesi í Öskju - náttúrufræðahús HÍ mánudaginn 28. apríl kl. 13:30.

Í verkefninu er gerð tilraun með notkun á geislavirkri klofnun Rb í stöðugt Sr við aldursgreiningu á mjög ungu íslensku bergi. Hraungúllinn Mælifell á Snæfellsnesi varð fyrir valinu vegna hás Rb/Sr hlutfalls. Hann er að mestu úr alkalí rýólíti, en innan um rýólítið má finna alkalí basalt innlyksur. Samsetning þessa alkalí-basalts er hin sama og Kothrauns, sem rann í vestur frá Snæfellsjökli á Nútíma.

Feldspat dílar úr bergi Mælifells voru handtíndir og bæði styrkur og samsætuhlutföll Rb og Sr mæld með massagreini. Feldspat dílarnir úr rýólíthluta gúlsins eru kalífeldspöt sem hafa gjörólík samsætuhlutföll en grunnmassinn, og eru því að öllum líkindum framandsteindir í berginu. Uppruni feldspatanna í rýólíti Mælifells virðist vera frá innskotsbergi líku því sem finnst við Fróðá og í Axlarhyrnu en þeir falla á u.þ.b. 5 milljón ára jafnaldurslínu. Af þessum sökum var jafnaldurslína Mælifells aðeins dregin í gegnum feldspatlausann grunnmassan, sem gefur hámarksaldurinn 120 000 ár. Mælifell mun því hafa myndast á síðustu ísöld á svipaðan máta og súrt berg í Ljósufjöllum eða við hlutkristöllun á basalti líku því sem nú finnst sem dökkar innlyksur í ljósum gúlnum. Yngstu súru hraun Ljósufjalla hafa einnig verið aldursgreind með Rb-Sr aðferðinni og jafnaldurslína bergsýna (e. whole-rock isochron) gefur aldursbilið 140 - 420 þ. ár, sem samræmist ágætlega aldursgreiningum á sama bergi með Ar-Ar aðferð.
Niðurstöður þessa verkefnis sýna að Rb-Sr aldursgreiningaraðferðinni má beita með árangri á ungt, súrt berg og að samsetning framandsteinda afhjúpar flókna myndunarsögu súrs bergs á Snæfellsnesi.

Leiðbeinendur: Dr. Olgeir Sigmarsson og Dr. Sigurður Steinþórsson Prófdómari: Dr. Kristján Jónasson.

Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að mæta.

Staður: Askja - náttúrufræðahús HÍ

þriðjudagur, apríl 22, 2008

80's lag vikunnar komið inn!!

Ég er búinn að setja inn 80's lag þessarar viku á bloggið mitt:

Bloggið hans Gumma

Þið verðið ekki svikin af þessari 80's snilldinni :D

Hvalfjarðagangnatölfræði

Nú hafa yfir 200 manns skoðað vefinn okkar!!

mánudagur, apríl 21, 2008

Heitt kakó!!

Þetta er það sem ég hef verið að bralla. EFtir viku fer ég svo til Kína (í "Free Tibet" bolnum mínum). Flýg svo aftur til Þýskalands, ek norður í gegnum Þýskaland, sigli til Noregs, ek til Bergen, sigli til Færeyja, skil eftir bakpoka hjá vini mínum í Færeyjum og sigli svo að lokum til Íslands. Þá þarf ég að standa í pappírsvinnu og stefni svo að því að vera kominn til Reykjavíkur 20. maí.

Hvað með þig?

föstudagur, apríl 18, 2008

Sæmi fær mynd af sér

Traustur vinur gerir allt til þess að hugga einmana einstakling í fjarlægu landi. Jafnvel að skrá sig inná bloggsíðu!!!

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Fúli kallinn mættur

Þá er tölvusnillingurinn sjálfur - SAH - mættur á svæðið.

Varið ykkur! Hef heyrt því fleygt að skype sé næsta fórnarlambið
(hvað sem það nú er?)

Ekkert nýtt að gerast.

Jæja, nú er nóg komið af fornum frægðum (þó að þær gætu dúkkað upp aftur). Hvar er fólks statt í dag og hefur gerst síðan 2003?

Ég hef fengið staðfestar fregnir af því að einhver hafi skilað einhverju í dag.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Reynir og Sverrir ásamt hljómsveit

Reynir og Sverrir ásamt hljómsveit fara algjörlega á kostum í þessari eldgömlu og sjaldgæfu upptöku.

Klikkið hér

Hommableikur mætti ekki á þennan viðburð ef ég man rétt og missti af miklu .... því ef þetta lag er ekki 80's þá veit ég nú ekki hvað!

Enjoy!

Bloggið mitt

Var að setja inn 80's lag vikunnar, endilega lítið við og kynnið ykkur töfrandi heim 80's tónlistarinnar :D

www.gummib.blog.is

Fleiri hreyfimyndir!!

Einn sem hafði ekkert að gera í efnafræðitímum!!!

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Ingibjörg!

Þú ættir nú að fara að bjarga dótinu þínu sem er hér uppi í hillu, sú hugmynd er komin upp að selja bækurnar og láta ágóðann renna í bjórsjóð Foldu.

Spekingar spjalla

Þessir eiga alveg eftir að melda sig!!

Hvar er línó?

Nýfengin einkunn úr prófi!!

mánudagur, apríl 14, 2008

Aha........

Hvaða steingervingur er þetta?

Tveir góðir

Þessir sáust á veiðum vestur á fjörðum! Ef vel er gáð má sjá umsækjanda að framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs í bakgrunni

sunnudagur, apríl 13, 2008

Rúsínan í pulsuvagninum

Nú þetta blogg virkar bara ennþá ... sorrý ég er svona seinn að melda mig inn, búin að vera önnum kafin á "Náttúrufræðistofnun dreifbýlisins"

föstudagur, apríl 11, 2008

Allt á réttri leið

Jæja,

Ingibjörg setti á sig stóru hanskana og braust í gegnum eldveggi leyniorða og frumskóga Netheima. Að lokum tókst henni að koma blogginu í lag og nú fá allir nýjan aðgang.

Gummi, Sverrir, BO og Ingibjörg hafa gengið í gegnum skráningarferlið og geta nú svarað fyrir sig og hafið sjálfskynningar af krafti. Sverrir hefur riðið á vaðið og nú er spennandi að sjá hvort Ingibjörg og Gummi kunni að skrifa á bloggið. (*EDIT* Sé það reyndar núna að Gummi henti inn færslu)

Sjálfur er ég í 6 mánaða innkaupaferð í Þýskalandi. Ég fékk reyndar slæma slagsíðu vegna gengismála en held þó ótrauður áfram. Ég kem heim aftur í mai, en þarf ekki að óttast verkfall flugmanna þar sem ég tek dallinn.

Myndin er tekin á seinasta fundi Holufyllingafélagsins. Á myndina vantar Fjalar, Gumma, Helga og Reyni. Ég skal finna einhverjar góða myndir af þeim köppunum og skella inn við tækifæri.

Gummi hér...

Líst mjög vel á að grilla nokkrar pylsur í sumar og dreypa á eins og einum Breezer með!

Ekki gráta

Sælt veri fólkið,

ég vil vinsamlegast biðja Björn um að gráta ekki þó fólk svari honum ekki samstundis, okkur þykir öllum voða voða vænt um þig!

En jú, ég er bara nákvæmlega þar sem þið skilduð mig eftir, við skrifborðið mitt uppi í Öskju, að skoða í smásjá.

Voða gaman!
Reyndar hef ég verið líka með annan fótinn í sorglegu krummaskuði á suðurlandsundirlendinu í vetur en meira um það síðar.

En hvað er að frétta af Helga, síðast þegar ég frétti af honum þá var hann að reyna að smygla sér inn í Lagarfljótsverkefnið.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Einhver búinn að virka bloggið

Nú þurfum við að staðsetja fólkið í heiminum:

Gummi er víst ekki lengur á hommableikasvæðinu
Fjalar framleiðir skeljaolíu í Noregi
Helgi rekur náttúrufræðistofnun í dreifbýlinu
Siggi er að kortleggja Ísland
Ingibjörg er öll í pillunum
Sæmi er enn að leita að uppruna kínarúllanna
Erlan er í rafmagnsframleiðslu í þriðjaheiminum
Sverrir er að telja frjókorn
Reynir var skilinn eftir á Barðaströnd og er þar enn

................endilega leiðréttið ef ég fer rangt með!

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Nýjir tímar, komandi ráð

Nú er lag að rífa upp gömlu góðu dagbókina. Stefnt er að því að Holufyllingarnar hittist í sumar og fari yfir farinn veg. Til þess að allt sé ekki í móðu, þá er ágætt að hefja kynningar og rökræður á þessum vettvangi í einu vetfangi!!!

BO

free hit counter