Hei hó Öllsömul
Sorrý að ég skildi ekki koma í afmælið hennar Sveinborgar en ég var á ættarmóti í Skagafirðinum.
Við pabbi löbbuðum uppá eitt stikki fjall og hann er ekkert byrjaður að gefa sig 56 ára maðurinn. Síðan fór ég til Krítar mánudaginn eftir 9.ágúst... og var í viku. Já akkúrat þegar hitabylgjan var á Íslandi. Ferðin var yndisleg og greyið Logalingurinn brann undir sólhlíf og kláraði eina túbbu af 25 varna sólaráburði. Síðan var ég að koma úr ferð með honum Ármanni ástinni minni þar sem við sýndum 34 nemendum suðurlandið. Þau voru nokkuð hress á því og fullt af skemmtilegu fólki. Drakkk rauðvín með Ármanni en gleymdi stígvélunum hans BO heima þar sem ég þori ekki að nota þau ef eitthvað skildi koma uppá.
Þau eru í góðum höndum enn....
Verðum að fara að hittast öll...ok...
Er að fara í brúðkaup hjá Halla bróður um helgina en ef þið hafið tíma í vikunni er ég ekki alveg á fullu.....
kv.Erla perla
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
þriðjudagur, ágúst 31, 2004
laugardagur, ágúst 28, 2004
föstudagur, ágúst 27, 2004
Heyrst hefur..........
Að Erla hafi skipt á stígvélunum hanz BO og Bs ritgerð. Hún sást seinas á vappi með óþekktum manni sem var íklæddur leðri, drekkandi rauðvín. Þau hyggjast byrja borun til Vestmannaeyja áramótin 1990-1991.....
Að Gummi sé dottinn í það og fastur í gryfju ISOR. Hann mun nú ganga undir nafni Leirmundur og sé trúlofaður Sigga nokkrum seolíta. Þeir hafa fest kaup á nýju röntgensystemjúniti og hefja sambúð í næsta mánuði.
Að Ingibjörg hafi fundi hasslykt í Hollandi og sé hætt við förðunarfræðinámið í vetur. Hún mun nú leita frama við túlipanarækt og tálgar tréskó í frístundum.
Að Sverrir sé orðinn Sjálfstæðismaður og muni mála sig allan bláan, hvern föstudag þar til gatnaframkvæmdum ljúki í borg Óttans.
Að Siggi hafi hitt Sæma.
Að Sæmi sé enn í álögum garlakerlingarinna og neiti að neyta nokkurs.
Að Helgi hafi verið buttaður af fornbókarsalanum á Grensásveginum. Í framhaldið hefur Helgi flutt í bæinn og er nú orðinn mikill fornbíkaáhugamaður.
Að Fjalar hafi hitt Reyni og klárað allt visskíjið.
Að nú fáum við að heyra eitthvað skemmtilegt!!!!!!
BO
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Sæl öll,
um helgina fór ég með Birni í tvær veislur og eitt felt. Við byrjuðum á að fara til Sigga, bónda í Borgarholti, í afmælisgöngu á Vörðufell (æ..ég er svo þreytt...og æ..það er svo mikil rigning...) og svo í lambalæri m/öllu, rauðvín og ribena sem var alveg mega. Við Björn gengum í barndóm og létum eins og fífl og fundum upp frábærann leik sem allir geta spilað sem eiga pínkulitla plast dollu og ástarpung sem passar í hana en leikreglur eru þó of flóknar til að útlista hér. Síðar um kvöldið sigum við til Sveinborgar í Hellishólum í Fljótshlíð þar sem voru tjaldbúðir og hálfklárað hús, sem notað var sem félagsheimili. Hljómsveitin Herra Möller Herra Möller hélt uppi miklu stuði (áts, mér er enn illt í eyrunum) og Sveinborg bauð upp á bjór á kút og landabollu sem var eðal (ef eitthvað annað hefur heyrst þá var það einungis röfl í fyllirafti). Kids (gamla fólk væri kannski frekar við hæfi;)), takk fyrir mig! Ég skemmti mér konunglega.
Í dag fórum við svo með Gulla land að Sólheimajökli og settum niður stikur (ég var aðallega í því að væflast og týna steina (þegar ég skrifa aðallega þá meina ég bara)til að merkja stöðu jökulsporðsins árið blabla í góðu veðri, hlýr og notalegur blær kom af jökli og stemmarinn var ágætur miðað við ástandið kvöldið áður. Jebb, jökullinn er að minnka - svo um munar.
Ingibjörg aka Hekla
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Jæja nú um helgina verður smá veisla í BORGARHOLTI, allt mun þetta byrja á léttum göngutúr upp á Vörðufell, lagt verður af stað kl: 15 og er reiknað með ca 2 tímum í ferðina ( fer eftir fjölda og aldri göngumanna), eftir hana er síðan boðið upp á grilluð læri með öllu. Hvert er svo tilefnið??
Þeir sem ekki geta funndið Borgarholt í Biskupstungum verða annað hvort að kaupa sér kort eða hringja í mig 698-3415/551-3415.
Vona að sjá sem flesta.
kv. Siggi
Jæja, þá er Versló liðin...........ég fór
Hellisheiði
Þjórsárdalur
Sprengisandur
Laugafell-náttstaður-laug
Eyjafjörður
Akureyri
Dalvík-sund
Ólafsfjörður
Lágheiði
Bakkaflöt-náttstaður
Mælifellshjúkur(1138m)
Reykir-sund
Sauðakrókur
Laxá í Refasveit-náttstaður
Blönduós
Víðidalur
Hrútafjörður
Haukadalsskarð
Haukadalur
Búðardalur
Svínadalur
Skarðsströnd
Fellsströnd-náttstaður
Skógarströnd
Stykkishólmur-sund
Vatnaleið
Hafnarfjörður
Hvar voruð þið??????
P.S Ingibjörg, vorum við ekki á sama tíma í sundi??? milli 18:00-17:00