Í dag fór ég í sjóferð með rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni, en það er partur af námskeiðinu Almenn Haffræði 1. Þetta var svosum ágætis ferð en þó leið mér hálf illa að hafa ykkur félaga mína ekki með mér en þið eruð öll í efnavarmaKRAPPI og greiningarKRAPPI (mér verður bara óglatt við tilhugsunina). Þarna voru nefninlega ekkert nema landfræðingar og ógeðslega mikið af líffrræðingum og fiskilíffræðingum. Jú og svo auðvitað Bergur, eini maðurinn sem ég náði einhverju kontakt við þar sem hann er jú í jarðeðlisfræði og talar því næstum sama tungumál og ég. Byrjað var á því að stíma eitthvað út á Faxaflóann og svo var trollið sett út fyrir líffræðidruslurnar og togað. Það var gaman að fylgjast með því þar sem ég hef aldrei nálægt sjómennsku komið (er þó af sjómönnum komin í aðra ættina). Síðan voru tekin sjósýni sem er merkilegur prósess og maður fékk aðeins að fikta við það. Síðan voru okkur sýndar þessar hágæðagræjur sem eru á skipinu. Hárnákvæmar ofurtölvur frá Helvíti sem stjórna sýnatökutækinu. Nú svo var togað aftur fyrir líffræðidruslurnar, þar sem þeir þurftu að fá einhver innyfli svo þeir hafi eitthvað að gera í vetur. Það besta við þessa ferð..og nú meina ég það besta!! var að það var alltaf verið að borða (frítt auðvitað). Fyrir hádegi var morgunkaffi, brauð og meðlæti, síðan í hádeginu var flott lambasteik með allskonar kræsingum, og svo auðvitað kaffið eftir hádegi, með allskonar kökum og kokkurinn (ansi skondin karakter) bætti stöðugt á bakkana. Hvernig á maður að hafa tíma til að vera sjóveikur þegar maður er alltaf að éta.
Hápunktur ferðarinnar var þegar ég stóð í skutnum í 10 m/s ... rétti út hendurnar og öskraði "I'm the king of the world!!!"
Jæja en þetta var nú sjóferðarsagan mín...það var nú gott að komast á sjóinn. Ég skal líka fullyrða það krakkar mínir að sjómennskan er ekkert grín.
Það versta er að ég þurfti að skrópa í tímum í dag til að komast í þessa ævintýraferð sem er auðvitað ekki gott mál.
En meira seinna.
Helgi sjóarajaxl
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
fimmtudagur, september 18, 2003
Jæja...nú skuluð þið bara passa ykkur....ég var nefninlega að komast að því að ég hef öðlast aukin völd hér á blogginu (sem ég reyndar á eftir að kynna mér ögn nánar) þannig að allir sem að tala um 80's lög og tala illa um bifvélavirkja (Karl faðir minn er nl. bifvélavirki) þeir skulu sko fá að vita hvar Davíð keypti bjórinn.
sunnudagur, september 14, 2003
Hæhæ og takk fyrir samveruna á Barðaströndinni!
Súper 80´s hittarinn Talking in Your Sleep var að sjálfsögðu ekki fluttur af The Ramones heldur af bandi sem heitir mjög líku nafni; nefnilega The Romantics. The Romantics er frá Detroit, var stofnað árið 1977 og er enn að en þó í breyttri mynd. Talking in Your Sleep kom út árið 1983 á plötunni In Heat.
Kveðja
Gummi
föstudagur, september 12, 2003
fimmtudagur, september 11, 2003
Það er eitt sem ég hef lært með biturri reynslu um æfina og það er að setja aldrei bíl á verkstæði, frekar skildi maður henda bílnum.
Nú er viðgerðarmaðurinn á Klaustri búinn að finna allt mögulegt að bílnum mínum. Hann byrjaði á að skipta um hina biluðu dælu sem var allt gott um að segja, svo skiptil hann um tímareim þar sem hvort eð er var búið að taka allt frá henni og var ég búinn að gefa grænt ljós á það. Þá þurfti mann fýlan að telja sér trú um að pakkdósin á knastásnum væri ónýt því hún læki og skipti um hana líka, án þess að spyrja mig. Við að skipta um þá pakkdós þurfti að taka hjólið sem tímareimin er fest á af knastásnum og komst hann þá að þeirri niðurstöðu að kíllinn væri ónýtur af sliti og kílsporið á öxlinum útjaskað, en þetta virkaði samt allt áður en hann fór að rífa í sundur. Svo þegar hann var búinn að panta nýjan kíl passaði hann ekki svo maðurinn þóttist þurfa að tala við rennismið til að gera nýjan. Rétt er að taka það fram að ekkert af þessu kemur hinni biluðu dælu nokkuð við heldur er þetta bara það sem hann taldi að yrði að gera líka.
Ég vil taka fram að bifvélavirkjar eru yfirleitt sauðir sem vita ekkert í sinn haus, vil ég því vara fólk eindregið við því að taka mark á slíkum mönnum. Vil ég því bara minna fólk á að ef það neyðist til að fara með bíl á verkstæði að segja köllunum þar að snerta ekkert nema það sem á að laga og er þeir segjast hafa fundið e-ð annað sem verður að skipta um því það sé rétt að fara á bara að segja, "við látum það fara, svo skiptum við um það" því svona hlutir geta lafað árum saman.
Ef einhvern langar í tvo miða á ball með Milljónamæringunum á Broadway á laugardag má hin sami láta mig vita því afgreiðslumaðurinn í búðinni vildi endilega láta mig hafa þá í kaupbæti, þó að ég segðist ekkert hafa við þá að gera.
Fór með Márusi bróður í veiðiferð um helgina í Skagafirði. Er þar skemmst frá að segja að við skutum sitthvora gæsina, það er ekki neitt sérstaklega mikil veiði en allt í lagi miðað við það að á túnið hjá okkur settist ekki ein einasta gæs og þessar tvær voru skotnar þar sem þær flugu yfir. Annað er að ég komst að því um helgina að ég þarf að vinna svolítið í skotnýtingunni, sem þýðir á mannamáli að ég þarf að drepa nokkrar leirdúfur og kókflöskur á næstunni.
Af því slysi sem ég ýjaði að í síðustu færslu, sem átti sér stað með þeim hætti að bílinn sem ég var að fara frammúr á miklum hraða á Laugarveginum ákvað að fara inn í stæði þvert í veg fyrir mig. er það að frétta að ég er enn með sár á olnboganum og með töluvert mikinn verk í hnénu, raunar er ég það slæmur í hnénu að ég er ekki viss um að ég geti farið á karateæfingu í kvöld.