föstudagur, júlí 25, 2003

Jæja, nú verður þetta að fara að skýrast!!!!!!

Ef Sveppi klikkar, þá er ykkur öllum boðið í mitt hús...komið með pullur og borgara!!!!

BO hinn þyrsti

Það væri kannski ekki vitlaus hugmynd að stilla klukkuna!!!

Hvað á þetta að þýða Sverrir ? Og Helgi ? Strákar,strákar,strákar..........*andvarp*.....

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Háttvirtu meðlimir holufyllingafélagsins (Afsökunarbeiðni)

Undanfarna daga hefi ég verið upp á hálendi, nánar tiltekið í Orravatnsrústum á Hofsafrétt. Þar var ég að skoða margt skrýtið og skemmtilegt bæði öskulög og sífrera og var ég þarna staddur með tveimur líffræðingum, einum verkfræðinema og tveimur jarðfræðingum. Þetta gerði það að verkum að ég gat ekki skrifað framvinduskýrsluna mína meðan ég var á hálendinu og verð því að gera það í kvöld og á morgun. En skýrslunni verð ég að skila til að eiga fyrir bjór. Auk þess er ég knattspyrnuhetja með Neista á Hofsósi og er nærveru minnar krafist í knattspyrnukappleik sem háður verður á föstudagskvöldið. Þannig að ég kemst bara alls ekki á hæstvirt fyllerí holufyllingafélagsins en mun að sjálfsögðu hugsa hlýlega til ykkar.

Sendi ykkur hér með bestu kveðjur og vonandi fer ég bráðum að hætta að vera félagsskítur. Gerið þið svo ekkert sem að ég myndi ekki gera á reiðhjóli (þetta comment er frá Hregga Norðdahl og ég skil það ekki ennþá).

Góðar kveðjur
Helgi "öskukarl"

Kominn................tilbúinn í drykkjuna

BO

Úff!!

Maður á aldrei að gefa skýr svör, það er svo erfitt að bakka með þau,
það er ekki alveg á hreinu hvort partýið getur verið hjá mér, en það er samt alls ekki útilokað.

Skýrt svar kemur á morgun, en partýið verður einhverstaðar það er víst.

Sláið inn "weapons of mass destruction" í google.com.
Smellið nú á "Vogun vinnur, vogun tapar" og lesið það sem kemur.


Fyndið...

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Kveðjum góðum var ég beðin um að skila frá vininum okkar, honum Birni, en hann er staddur í Þórsmörk ( þið vitið, Langidalur og Húsadalur ;)). Hann hringir í mig annan hvern dag til að athuga ástandið á partýmálum. Hann hafði þær fréttir að færa að Gummi á hommableika svæðinu ætlar að mæta! Holufyllingar ættu allar að taka Gumma sér til fyrirmyndar og mæta allar til Sverris á föstudaginn.

já. semsagt. Holufyllinga- partý verður haldið heima hjá Sverri næsta föstudag. Líklega er búið að hringja í flesta en maður veit aldrei hvernig svona " láta ganga" bissness endar. Þeir sem hafa nennu til að mæta gjöri svo vel að melda sig hér á blogginu sem fyrst, aðrir skulu skrifa afsökunarbeiðni og vona að sér verði fyrirgefið. Hugmyndasmiður að þessu teiti er mr. BíÓ en hann mun snúa heim úr þrettán daga útlegð á föstudag og hefur tilkynnt að hann sé líklegur til að fá sér vel í aðra tána. Aðrar holufyllingar hafa kannski ekki verið í útlegð en líklegt þykir að þær láti ekki drekka sig undir borðið.

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Jæja, hér má sjá myndir úr ferð okka Helga uppá Tungnahryggsjökul fyrr í sumar. Þetta er á mjög svo ónotandavænu formi en það er bara vegna leti minnar.

Hvenær eigum við að fara í kvöldgöngu á Helgafell???

Á að vera party???

Það er alveg möguleiki á að halda það heima hjá mér,

Ingibjörg hvernig er með skipulagið???

Látið í ykkur heyra!!!

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Jæja smá fréttainnskot.

Ég hef bara ekki hugmynd um hvað háttvirtir meðlimir holufyllingafélagsins eru að gera þessa dagana, nema hann Fjalar. Síðasta sem er að frétta af honum, er að gjörvallt Þýskaland mun verða vitni af því þegar Fjalar lýsir jarðfræði Surtseyjar í sjónvarpsviðtali (í Surtsey auðvitað). Eins gott að drengurinn hafi staðið sig og verði sómi holufyllingafélagsins á erlendri grundu.

Af mér er það eina að frétta að ég er búin að vera drepast úr kvefpest og ógeði og það að sumri til. Ég virðist aldrei verða veikur nema það sé sumar og 20 °C. Sennilega búin að anda að mér of mikilli ösku úr Heklu gömlu.

Kveðjur góðar
Helgi

þriðjudagur, júlí 15, 2003

jájá nördið bara komið upp í minni.....html, jah það eru mínar ær og kýr;)

Hver er sg@hi.is?

mánudagur, júlí 14, 2003

Breytti hausnum á síðunni, vonandi eru allir sammála því að gamli hausinn er skemmtilegri en sá nýji. Þið skuluð mótmæla ef ykkur sýnist svo en ég geri það sem ég vil, það sem ég vil, geri f****** það sem ég vil.....

laugardagur, júlí 12, 2003

Það verður að viðurkennast að ég er búinn að vera partý óður í sumar og virðist aðalega þekkja aðra partý óða einstaklinga, þannig að ég er eiginlega búinn að djamma af mér rassgatið síðustu tvo mánuði, varla liðið vika án þess að ég færi að minnsta kosti einu sinni á barinn á virkum degi, oft tvisvar, og djammað rosalega bæði föstudag og laugardag.

Var í gær í nokkuð rosalegu innflutningspartýi á görðum þar sem hellt var í gestina 96% spírabolla. Endaði í eftirpartýi í nótt í stóru einbýlishúsi í gamla vesturbænum þar sem bæði var píanó og harpa í stofunni. Skrönglaðist heim klukkan að verða sjö í morgun.

Látið mig bara vita og ég skal koma með hverjum sem er á hvaða djamm sem er hvenær sem er.

Ég heiti Sverrir og ég er alkólisti!

föstudagur, júlí 11, 2003

Daddara....................sjáið myndirnar undir "Jaðarsport og glenz"

Ha ? Hvaða skip er Björn að tala um? Sverrir þú heldur áfram með þína pistla og lætur þennan dólg í Birni ekki á þig fá ;)

En svo að alvöru málum, svona fyrir utan undantekningalaustupptekna Björn er þá einhver í fílíng fyrir partei?

Þú verður að taka þér tak Sverrir!!!!

Til hamingju með skipið Erla!!!

BO farinn í túr

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Fyrirgefið, skal aldrei segja svona aftur,

það kom bara upp í mér bolsévika dólgur

Ég skil bara ekki orð af þessu helgi!!!

BO

Hérna kemur endurbætt útgáfa (hvaða helvítis drasl er þetta blogg að verða???)

Sælir kæru félagar

Nú hefur fyrirlestrahaldi formlega verið lýst lokið hjá mér og var ég á mörkum truflunar og
geðveiki þegar ég hélt sömu ræðuna í 6. skiptið. En þetta var í góðu lagi því í raun kom
engin með því hugarfari að hlusta á mig. Þetta voru vinnuskólakrakkar í 9 - 10 bekk og mörgum
þeirra fannst eiginlega miklu betra að lúlla bara yfir þessu heldur en að vera að hlusta á mig
jarma um undur og stórmerki jarðfræðinnar(ég hefði lúllað sjálfur þegar ég var 15). Helst var
að fólk vaknaði í byrjun þegar ég babblaði um upphaf alheimsins og myndun sólkerfisins.
Þetta var samt skemmtilegt að mörgu leyti, þar sem að þótt ótrúlegt megi virðast eru alltaf
einhverjir sem eru tilbúnir að hlýða á mann. Svo slógu auðvitað skosku ammónítarnir mínir í
gegn (ehhh...reyndar voru nokkrir frekar hræddir við þá!!). Svo fékk ég allnokkrar merkilegar
spurningar og comment eins og t.d. "jarðfræðingar, jájá þeir spá í jarðveg er það ekki", eða
"eru til steingervingar á Íslandi...af risaeðlum", "af hverju hækkaði sjórinn svona mikið" og
svo auðvitað þegar ég spurði hvort einhver vissi hvað landrek væri, "já var það ekki einhver
kall sem hét Veggner!!" og það gladdi svo óskaplega mitt 26 ára gamla hjarta að æska landsins
kannaðist við Alfred Wegener að það lá við að ég táraðist. Lokaniðurstaðan er þó sú, þrátt
fyrir að þetta hafi verið hin vænstu grey, að ég held að ég sækist ekkert sérstaklega eftir
kennarastarfinu í framtíðinni, allavega ekki á grunnskólalevelnum. Mæli þó með að allir prófi
þetta! Nú vona ég bara að ég hafi ekki gert jarðfræðiskorinni óleik með því að drepa niður
áhugann hjá mögulegum jarðfræðikandítötum framtíðarinnar.

En annars
Kveðjur góðar að norðan
Helgi "öskukarl"

Já, talandi um partý. Ég verð sennilega laus um 15. september. ERuð þið laus þá??????????'

BO

Já. Bömmer. Þér var nær ;). Nú er öllum velkomið að skrifa pólitíska pistla á blogginu. Engu að síður ætti fólk að hafa það í huga að þetta er hugsað sem vettvangur jarðfræðinema til að skrifa um það sem þeim er kærast, þ.e. jarðfræðitengt efni og áfengisneyslu.
Talandi um áfenigsneyslu, hvenær verður svo næsta partý? Helgina 19/20 júlí? Hvernig líst mönnum á það? Ég veit að Erly pearly er ekki búin að drekka síðan í Skotlandi svo að hún er orðin frekar þyrst !
Jæja heyrumstumst síðar, Ingóbíngó

p.s. búin að setja teljara neðst. Í þessum töluðu orðum ( skrifuðu,ok) sýnir teljarinn töluna 1, sameinuð í verki gætum við jafnel náð upp í 11....

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Úps.........ég er ekki op lengur, þannig að ég get ekkert gert í þessu!!!!

BO atvinnuleiðtogi

Nú um þessar mundir er verndarinn mikli orðinn leiður á að gæta hinnar viðkvæmu Fjallkonu og hefur tilkynnt brottför þrátt fyrir grátbænir og fögur tár Fjallkonunnar. Okkar hæstvirti Utanríkisráðherra, hann leikur hálft hlutverk Fjallkonunnar á móti Forsetisráðherranum hæstvirtum, var að tala um það í ríkisútvarpinu áðan að slæmt væri að þessi meintu tryggðarsvik hetjunnar á hvíta hestinum blandaðist saman við ofurlitla hnífstungu, eða öllu heldur stungur því þær voru þrjár, er átti sér stað í Hafnarstrætinu fyrr í sumar. Þar var að verki einn af verndurunum og vilja félagar hans fá að rétta yfir honum sjálfir, þar sem vitað er að hetjan er alltaf í rétti þegar hún drepur menn, það var allt nauðvörn. Þetta mál kallaði Utanríkisráðherrann smá mál miðað við mögulega varnarsviptingu eyjunnar.

Nú er mér spurn, og ég spyr bara svona af því að ég er froðufellandi og illa innrættur kommaskratti, hvað með varnir hins almenna borgara fyrir þeim tugum eða hundruðum, ég veit ekki hvað þeir eru margir, þrautþjálfuðu atvinnumorðingjum sem hýrast með alvæpni á Miðnesheiði. Gerið ykkur grein fyrir því hvað við erum í gríðarlegri hættu við það að hafa niðri í bæ um hverja helgi heilu hópana af mönnum sem hafa valið sér það sem ævistarf að slátra öðru fólki, og þá samkvæmt öllum heimildum aðalega almennum borgurum því mannfall er mest úr þeirra hópi í hverju stríði, í þessum skrifuðum orðum eru 7706 almennir borgara fallnir í Íraksstríðinu.

En hafið í huga þegar atvinnumorðingjarnir byrja að misþyrma ykkur niðri í bæ um næstu helgi að þetta er smá mál miðað við öll þau störf sem glatast ef Verndarinn fer.

Ég mun birta myndirnar um leið og ég fæ bæði vélina, kortið með myndunum og snúrurnar til að tengja við tölvuna mína,
pabbi og mamma, sem eiga vélina, eru alveg að fara á kostum...

sunnudagur, júlí 06, 2003

.

föstudagur, júlí 04, 2003

Lítið að frétta úr Skagafirðinum, búin að vera rigning hérna undanfarið en samt svona sæmilega hlýtt. Ég fór með doktornum í felt í vikunni og ég uppgötvaði að ég kann ekkert í felttækni og hún er svo sannarlega ekki kennd í háskólanum. Kallinn sýndi mér sitt af hverju sem veitti ekki af. En núna er ég í klandri maður því í næstu viku þarf ég að halda átta stykki fyrirlestra um jarðfræði fyrir vinnuskólakrakkana hérna á staðnum. Algjört panic og pain og þau nenna alveg örugglega ekki að hlusta á röflið í mér. Svo þarf ég að fara með þau út og sýna þeim eitthvað spennandi, ekki batnar það!! Ég hélt að ég ætti bara að vera að leita að öskulögum.

En hvernig er þetta er enginn annar sem nennir að segja sögur af sjálfum sér nema ég. Ég er eiginlega orðin hundleiður á röflinu í sjálfum mér hérna á blogginu.

Sverrir, hvenær munt þú birta myndir úr svaðilförinni okkar?

LATER!
Kveðja
Helgi "hinn einmana" í Skagafirðinum

p.s. hey ég sé að Erlan er mætt á svæðið

fimmtudagur, júlí 03, 2003

SNÆFÓ um helgina!!!!!

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Hví ert þú næturhrafn?

Ég veit svo sem að enginn er vakandi en hvenær verður næst partý...;)

Jaja loksins...ég er svoddan tölvugúrú eða þannig að ég ætlaði ekki að komast inn..
En nú er ég komin næturhrafninn. Hvernig var svo í partýinu.. eru engar skemmtilegar sögur.;)

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Mér sýnist þetta bara allt vera komið í lag með íslensku stafina okkar

Ef þið viljið hafa íslenska stafi í nafninu ykkar er hægt að þýða þá yfir í html á þessari síðu

Hva!! er björninn bara svona duglegur

Kúl

Ingibjorg og Helgi...........malid er i ykkar hondum!!!!!

BO hinn fráfarandi

hmmm....

virka nokkuð Íslenskir stafir ðþáíúóýöæ?????

START

free hit counter