jæja, þá er maður kominn heim,
prófaði þýskan Autobahn og sá Metalliku með 40 þúsund fullum svíum.
Ætla að fá mér öl í kvöld.
Holufyllingafélagið
Grjót er líka fólk !
sunnudagur, maí 30, 2004
Já, hvar eru allir?? Er ekkert nýtt að frétta? Hvernig gekk fólki í prófum? Enginn að falla í neinu?
Ég fór aftur til Haag í gær með stuttu stoppi í Rotterdam. Alveghreint ágætis ferð. Frábært veður, heiðskírt og hiti, ég er ekki frá því að ein eða tvær freknur hafi bæst við...
föstudagur, maí 28, 2004
hvar eru allir?? sorry BO ég ætlaði ekki að vera með nein leiðindi við þig...varð bara aðeins að svara fyrir mig :) hvernig gekk annars á Breiðamerkurjökli?
miðvikudagur, maí 26, 2004
hæhæ homminn hér...eða var ég annars ekki kallaður hommi hérna í gær?? er ekki viss hvort það eru einhverjir hommar á OS....hmmm (by the way Björn...ekki vera sár þó ég hafi saltað þig í jarðeðlisfræði)
Til hamingju með afmælið Imba!! :)
það er allt gott að frétta héðan frá ÍSOR og nú fer ég að hefja vinnu við STÓRU ritgerðina á allra næstu dögum. ég óska snillingunum sem ætla að útskrfast 19. júní góðs gengis síðustu dagana fyrir skil.
þriðjudagur, maí 25, 2004
Hoi!
Bara allir byrjaðir að vinna? Það er aldeilis! Ég myndi ekki vinna þó að ég fengi borgað fyrir það!
Annars er ég að fara að búa til pestó, sjóða pasta og búa til súkkulaði fondú því að til mín eru að koma 6 stelpur í mat...
En þetta er nú ekki að tilefnislausu því að í dag er stelpan 23ja og úff, eins gott að halda upp á það á meðan maður er enn nokkurnveginn í fullu fjöri, ég finn að þetta er allt farið að dala, það er allt niður á við héðan í frá...
Imba gamla
Jæja, þá er ég loksins búinn að skila skýrslunni góðu.
Þetta sumar ætla ég mér bara að gera skemtilega hluti og ekki ráða mig í neina leiðindar vinnu, eins og sumir eru að gera!!!!!!!
Um helgina fer ég að tjalda tjöldum uppi í Þórsmörk fyrir KB-Banka í Luxemburg. Auðveld en skemmtileg vinna. Bara henda upp tjöldum og vera svo bara í útilegu.
Svo var Finnur Pálsson að hringja og biðja mig um að taka skemmtilegt verkefni að mér. Verkefnið felst í því að koma fyrir afkomuvírum á Breiðarmerkurjökli. Ganga þarf upp jökulinn 7 km með gufubor, stangir og víra. Þetta ætti ekki að vera meira en dagsverk og er um 10 klst akstur inn í þeim tíma :) Þannig að þetta verður sólahrings maraþon.
Ákveðið er að ég fari í þetta á fimtudaginn og tek ég tvo atvinnuleysingja með mér, því jú atvinnulausa fólkið fær alltaf það skemmtilegasta.
Nú væri gaman að heyra frá fólkinu. Helgi er afsakaður þar sem engar tölvur eru á Króknum.
Hins vegar geri ég skýlausar kröfur til hommanna á ÍSOR og OS til þess að láta heyra í sér. Þeir eru í mekka tölvukerfa á Íslandi!!!!!
BO hinn
mánudagur, maí 24, 2004
BAAAAAAAAAAAAAAAAAA.........
Hafið þið lent í svona koffein vímu????? Ég er bara að flippa út. Þvílíkur unaður. Og Bíttlarnir rúla.
Varð bara að koma þessu að..........úúúúúúúúhhhhhhhhhaaaaaaaaaaaaaaa
BO
Ferðin var fín, en ekkert markvert gerðist:(
Hlutfall nörda var of hár, en Holufyllingar gerðu nú sammt sitt, drukku fram á nótt (engin læti) og fengu
R.Fjalar nokkurn til að fá sér í glas. Annars var þetta frekar slaft engin þynka en sumir voru svo gott sem fullir einn morgunin (nefnum engin nöfn)
Það verður að slá upp Holufyllinga-ferð sem fyrst.
kv. Siggi
Það er nebblilega það........marg gerðist í þessari ferð en samt næ ég engan vegin að koma því niður á blað.
Hins vegar er Bjarndýrið enn og aftur búinn að koma sér í vandræði......Spennandi verður að sjá hvert framhaldið verður og mun það smám saman koma í ljós hvernig greiða skal úr þessu. Lífið er geðveikt!!!
BO aka Bjarndýrið aka Skugga-BO
sunnudagur, maí 23, 2004
Jæja, hvað gerðist svo í þessari ferð? Var gaman? Var heiðri holufyllinganna haldið uppi? Hver var í flottustu stígvélunum?...
Ég fór til diplómataborgarinnar Haag á föstudaginn. Fór í Mauritshuis (sem áhugamenn um list ættu að þekkja...(allavega listfræðingar (þeir eru svosem ekki margir hér)))....æ gleymið þessu bara!
Er annars að skrifa ritgerð um Rayleigh númer, hringlaga jörð, tomography,... ég segi nú bara: vott? á ég að skilja þetta??
Jájá, til hamingju öll að vera búin í prófunum, ég reikna með að verða boðið í útskriftarpartý hjá gáfaða/duglega minnihlutanum sem er að útskrifast núna!
Adios
I
Nú verð ég að fara að skrifa þessa skýrslu. Skil eru á morgunn. Annars er ég bara búinn að vera duglegur að drekka og njóta lífsins.
Spurning um að breyta þessu bloggi í BLogg Björnsins ef áfram heldur sem horfir. ERu bara allir dottnir út???
BO
fimmtudagur, maí 20, 2004
Usss........Vildi enginn fara á Metallic. Sverrir, hvað segir þú við þessu. Ég og Siggi eru allavega að fara.
Nú er ég að glíma við ritstíflu dauðans. Ég ætlaði að reyna að sofa hana úr mér en ekkert gengur.
Erla, HVAR ERU STÍGVÉLIN MÍN!!!!!!!!!!!!
Já, eruð þið svo bara hætt að kíkja hérna inn. Ég hlakaði mikið til að komast á netið eftir 5 daga fjarveru og lesa nýjustu fréttirnar. En hvað, jú ekkert nýtt en þó eflaust nóg að gerast.
BO hinn stígvélastolni
miðvikudagur, maí 19, 2004
laugardagur, maí 15, 2004
Ég vil óska Holufyllingum til hamingju með Friðrik og Mary.....og líka með lok HÍ. Nú tekur við endalaus hamingja og hópsamkomur Holufyllinga um ókomin ár.
Vonandi verður þessi bloggsíða þess valdandi að við getum fylgst með okkar nánustu um ókomin ár........
Ég, Siggi, Helgi, Reynir og Erla erum á leiðinni í seinustu mörkina og mun það vea endalaust fjör. Ekki ætlum við að láta einhvern frímúrara skemma fyrir okkur trippið og verður haldið fast í hefðina, "Drekk of ver kátr"
BO
föstudagur, maí 14, 2004
djöfulsins hortugheit eru í þessum náunga. er þetta ekki þarna tæknifræðingurinn með jeppadelluna? ekki veit ég hvað gerir hann að sérfræðingi um málefni jarðfræðinnar.
en það er best að vera ekki að angra sig á svona mönnum. nú er maður loksins búinn í prófum og getur brotist út úr þynglyndinu og brosað mót hækkandi sól :)
ja hérna, nú er ég orðlaus
það er spurning að senda manninum nokkur vel valin orð.
Publisher: Leo M. Jonsson Automotive & Industrial Engineer. 233 Hafnir. Iceland leo@leoemm.com
jæja best að bakka niður regngala og vöðlum, því það verður blaut í fyrsta skipti hjá Holufyllingum
það er kannski ekki rétt segja það, því sumir hafa nú blotnað annsi mikið nefnum engin nöfn:)
Hérna fær jarðfræðingarstéttin aldeilist á baukinn !! Skrollið niður og lesið pistilinn "Er mark takandi á jarðfræðingum?"
http://www.leoemm.com/umraeda6.htm
fimmtudagur, maí 13, 2004
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Skál í botn!
Ég tók áðan hið illræmda kaffipróf og verð ég að segja að niðurstöðurnar (sem sjá má hér að neðan) eru mér mikið áfall.
miðvikudagur, maí 12, 2004
Hei hó
Gaman að sjá hvað margir eru inni og að verða virkir. Hafiði séð hann Sæma... Hann er að drukkna í hári. Annars er ég nokkuð ánægð með að vera búin í prófunum en finnst það einnig svolítið skrýtið. Annars... hverjir voru svo heppnir að fá jarðfr. vinnu í sumar og hvað verður fólk að gera. Persónulega ætla ég að labba mikið í sumar bæði í vinnunni sem og utan hennar. Já og ég sakna hennar Ingibjargar ótrúlega MIKIÐ.
Kveðja Erla perla;)
Halló
Ég fór út að hjóla í kvöld. Nauthólsvík var leiksvæði kvöldsins og var það bara nokkuð gaman.
19. júni verður brunkeppni í Úlfarsfelli og bið ég alla að taka þann dag fra.
1-4. júli verður hin árlega extreme-helgi á Snæfó. Sú helgi gengur út á að vera með sem stærsta dótastuðulinn.
Humm...eitthvað fleira.
BO
þriðjudagur, maí 11, 2004
Mér fannst hápunktur myndarinnar þegar gaurinn pissaði í buxurnar.
Annars tel ég að þið eigið að tékka á þessu, hér er önnur smækkuð útgáfa af því sama fyrir þá er tengjast internetinu gegnum gamla handsnúna sveitasímann og hefðu annars þurft að bíða í allt sumar.
Jú "tómið snert" það var nú góð mynd, ég fór á hana á sunnudagskvöldið. Þetta var auðvitað bölvaður aumingi að fótbrotna svona og var svo alltaf grenjandi þótt hann þyrfti að dröslast þessa smá vegalengd niður af jöklinum iss piss. EN já bara nokkuð góð mynd. Hva eru hommableikir bara farnir að DERRA sig hérna á blogginu!!!!
mánudagur, maí 10, 2004
HAHAHAHAH.......
Nú líst mér á ykkur. Við erum að rústa staðnaða blogginu hanz Sverris. Annars er ég nú bara svona að passa litla frændur, taka myndir, drekka brennivín og njóta lífsins.
Ótrúlegir hlutir gerast........hver haldið þið að hafi hringt í mig. Jú alveg rétt, það var hún Meren vinkona okkar. Hún hringdi til að athuga hvernig mæer gengi með Bs verkefnið mitt. HVAÐA verkefni sagði ég og þá bara humm, ósjitt, VOTT...
Allavega hlakka ég til að fara að ljúka þessu með stolti, Faxe frænda og þessum aldna frá DK.
Gummi ertu nokkuð enn ósáttur við Hafnfirðinginn???
Já ég fór á góða mynd í bíó. Ætlaði að sýna mömmu að fjallaferðir væru ekkert hættulegar og við skelltum okkur á "Tómið snert". Góð mynd þar
BO
Siggi hvenær verður partý í Tungunum?? Ekki það að ég ætli að mæta...legg nú ekki í vana minn að mæta í svoleiðis. En það er svosem aldrei að vita ef manni verður boðið... Maður er nú einu sinni ættaður þarna úr Tunguhverfinu.
Sælar Holufyllingar. Ég er sammála, gaman að sjá að gamla liðið er ekki dautt úr öllum æðum!
Ég er nýkomin heim úr ferðalagi með erlendum stúdentum til Ameland, sem er eyja við Norður- Holland. Mikið gaman, mikið grín. Mikð drukkið og úff, allt of mikið hjólað, halló, 4 tímar á dag er bara tú möts!
Annars gerði ég mikla og mikilvæga uppgvötun í ferðinni: ég er loksins komin með á hreint hvernig hass lyktar...ég trúi því ekki lengur að fyrir 4 dögum gat ég ekki greint á milli sígarettulyktar og hasslyktar...ég sé nú að það er fáránlegt, þetta er eins og að finna ekki mun á papriku og chili...
*I´m officially an idiot*
II
Sæll verið þið öll, gaman að sjá að menn hafi ekkert annað að gera í prófunum en að skrifa á Bloggið,hvernig ganga prófin annars ?
Hvernig er það eru allir kannski búnir í prófum, maður heyrir bara ekki í neinum nú orðið.
Jæja BO það verður bara pilli í ferðini hjá okkur :( en verðum við ekki að taka einn gamlan danskan með!
Best að halda áfram að skrifa Bs-inn svo að þetta verði nú a.m.k.10 síður :) annars er ég að fara í felt á morgun(þrið) til að hnýta lausa enda, þá verður feltið búið. jee right
kv.Siggi
sunnudagur, maí 09, 2004
Hæ hó................
Jæja, það er þá búið að vekja upp eina holufyllinguna. Nú er ég barastasr búinn í prófum og hef ekkert annað að gera en að huxa um hvað betur hefði mátt fara. Sæmi hringdi í gær og minnti mig á allar vitleysurnar. Hvað um það...........ég þarf að fara út að hjóla og leita að bílnum mínum.
Gummi. Fyrirgefðu ég meinti ekkert með þessu ;=)
þetta voru nú skilaboðin sem ég fékk frá þér Ingibjörg:
Velkomin aftur à hlýjuna! Holufyllingar hafa loksins skriðið úr hýði vetrarins og eru nú mættar á veraldarvefinn með nýjustu öppdeit á lÃðanina. Komið, verið með, tjáið ykkur!!
Bara eintómir einhverjir hollenskir stafir :|
Hvaða leiðindi eru alltaf í þessum Hafnfirðingi sem skrifar hérna??
fimmtudagur, maí 06, 2004
Eftirfarandi skilaboð hafa verið send til óvirkra holufyllinga:
Velkomin aftur í hlýjuna! Holufyllingar hafa loksins skriðið úr hýði vetrarins og eru nú mættar á veraldarvefinn með nýjustu öppdeit á líðanina. Komið, verið með, tjáið ykkur!!
Vonast er eftir því að StillBeat, Don Calse og félagar láti sjá sig.
RSVP
Ingibjörg
(íííhhhh...ég fæ alveg hroll(þetta er allt of nördalegt!))
Hey, hó........
Ég og Sæmi vorum líka á Kraftwerk í Kaplakrika, nálægt Fjarðarkaup......kaup...kaup.
Þetta voru 100% tónleikar. Ekkert klikkaði. Lágmarks tækjabúnaður og lítið hljóðkerfi en allt 100% stillt og í góðum gír......enda í Hafnarfirði. Var ég búinn að segja ykkur það, sko Kaplakriki er í Hafnarfirði, nálægt FJARÐARKAUPUM.
Núna er bara að reikna svolítið fyrir jarðeðlisfræðina.....man einhver hve þungur Einstein var????
Helgi, gangi þér vel með Ásdísi, Ella og Bylgju.
Sverrrir, áttu bjór.
Gummi.............éttan sjálfur!!!
Sæmi, farðu í klippingu.
BO
Jæja, þá er að koma að því, eitt próf eftir og svo námsferð að Sólheimajökli og svo er þessu skólastússi lokið í bili allavega. Ég mun pakka pakka saman föggum mínum og flytja út af stúdentagörðum fyrir maílok. Ég er á leið í heimabyggð þar sem ég hef hugsað mér að starfa í sumar og hugsanlega í vetur á ekki ómerkari stofnun en "The Natural Research Center in Northwestern Iceland." BS verkefnið verður líka unnið í sumar og svo bara útskrift í haust. Framhaldsnámið verður að bíða því ég er svo skítblankur eftir áralanga misnotkun á veskinu mínu að ég verð að fara að eyða í sparnað.
Mér hlakkar til að komast í burt úr borginni enda er ég sveitavargur í gegnum skinn og bein og vil helst vera með beljunum og hestunum í sveitinni.
Og þar með er mitt innlegg komið í umræðuna.
p.s. mig er farið að dreyma Kötlugos, en ykkur??
Kraftwerk í gærkvöldi,
það var ofur!
Eftir að hafa hlustað á þrjá þætti um Kraftwerk í ríkisútvarpinu veit ég orðið nánast allt um þessa hljómsveit.
miðvikudagur, maí 05, 2004
Hvernig væri að fólk tæki sig saman í andlitinu og byrjaði að skrifa aftur um sínar innstu tilfinningar? (alltílagi, bara um eitthvað!) Segið mér nú slúðrið og hvernig gengur með ritgerðarnar og hvernig gengur í prófunum og svona!
Bara svona til að brjóta ísinn: mér gekk hræðilega í þessu eina prófi sem ég er búin með...ég reikna með því að falla...búhú...Svo á ég eftir að skrifa 10 bls ritgerð um hvað ég lærði í áfanga sem var bara útleiðslur á formúlum=>mín skildi ekki helminginn af því...Jebbsípepsí... Það getur enginn toppað þetta !
Hvort finnst ykkur að ég ætti að hafa samband við Sigga Gísla eða Olla franska í sambandi við B.S. verkefnið mitt? Eða einhvern annan? Tjáið ykkur!;)