fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Jæja er ekki partý í tilefni af því að skólinn er byrjaður aftur.

Það má vera heima hjá mér!!

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Já ég er sammála honum Sverrri, þessir tónleikar voru bara hrein snilld! Og að hugsa sér að ég missti næstum því af þeim - mikið er ég fegin að hafa náð í miða. Þetta var ótrúlega gaman og já, bara bestu tónleikar sem ég hef farið á. Ég er bara enn að ná mér, með bros á vör og marblett á ökla. Lengi lifi Foo Fighters !

Úff,

Þetta voru svakalegir tónleikar, líklega þeir bestu sem ég hef farið á.

Þessi tveir bjórar eftir tónleikana voru líka alveg nauðsynlegir.
Gaman að heyra hvað fröken Snædal fannst.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Fór í þriggja daga reisu um suðurlandið og austur á Höfn.

Ég komst heim að lokum en ekki bíllinn minn sem stendur nú bilaður á fyrir utan sjoppuna í Freysnesi ásamt öðrum biluðum bíl. Ég er nýbúinn að ferðast 400 kílómetra á puttanum og er því mjög sáttur við að vera kominn heim með kaldann bjór í hönd.

Nú er bara að redda sér nýrri kælivatnsdælu eða amk nýju loki með nýrri legu í Golf 1800 '89 árgerð og komst austur aftur með nokkra lykkla til að skipta. Verst að bíllinn mömmu og pabba skuli líka vera bilaður, ónýt lega í afturdrifi.

Gamlir bílar hafa sál en eiga það til að sýna of mikinn persónuleika.

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Jæja kæru félagar þá er efnafræðiprófinu lokið og vonandi Almennu Efnafræðinni eins og hún leggur sig hjá mér. Ótrúlegt en satt þá gekk mér bara ekkert svo illa á þessu prófi. Enda er maður nú svona nokkurn veginn farin að kunna klækina. Ég er að spá í hætta við að brenna efnafræðibókina og setja hana bara upp í hillu í staðinn. Hún verður þar sem nokkurskonar minnisvarði um þessi ömurlegu námskeið. Svo gæti hún komið í góðar þarfir því í hvert skipti sem að ég fyllist ofsafenginni jákvæðni og bjartsýni og verð fram úr hófi montinn, þá er nóg fyrir mig að líta bara á bókina uppi í hillu til að verða aftur neikvæður og niðurdreginn. Þaning getur maður náð sér niður á jörðina aftur. Hún verður svona nokkurs konar búffer, svo ég slái nú um mig á svolitlu efnafræðimáli. En allavega elskurnar mínar hafið það gott, ég er að fara aftur í sveitina að ganga frá lausum endum og verið hress, ekkert stress og bless bless.

Sjáumst í byrjun sept.

p.s. ég sá Erlu Perlu hvergi, var hún ekki líka að taka prófið?

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ég var búin að hugsa með sjálfri mér að núna - í fyrsta skipti - yrði menningarnótt menningarleg og ég myndi bara vera allann daginn niðri í bæ...En nei...Ég hafði náttúrulega eitthvað betra að gera. Ég ákvað í staðinn að hjálpa bestu vinkonu minni að pakka niður þar sem hún var að flytja til Svíþjóðar á mánudaginn *snökt*.
Um miðnætti fór ég síðan í ómenninguna niðrí bæ og var á Grandrokk og röltinu eiginlega allan tímann. Hitti fullt af fólki m.a. Erlu perlu og hún var sko ekkert að pæla í því að hún væri að fara í efnafræðiprófið...Þar sem það var ómögulegt að fá leigubíl heim þá röltum við um bæinn til morguns og ég var komin heim um áttaleitið. humm humm.. Sem var reyndar ekkert allt of gott því mér var boðið í kveðju hádegisverð kl. eitt. En ég náði sem betur fer og fékk þennan fína Suður Afríska mat. Semsagt bara ágætis skemmtun.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Það fór eins og mig grunaði að ég gat ekki drukkið mig fullann á Mennigarnótt sökum þynnku en það náðist þó af mér þessi mynd þar sem ég er að reyna að hrista af mér hinn vonda timburmann sem var að ofsækja mig allann daginn.

Fór á Prikið eftir flugeldana og þar var bara tómt en þegar ég fór þaðan aftur milli 2 og 3 var svo algerlega fullt að það var bilun og fyrir utan hurðina var stjórnlaus múgur að reyna að komast inn. Hef aldrei séð annað eins.

Hvað gerðu þið svo?

laugardagur, ágúst 16, 2003

Ein regla sem ég hef lært í gegnum tíðina með biturri reynslu, ef einhver segir "ókeypis áfengi" þá á maður bara að fara.

Ég var svo fullur í gær að ég náði næstum því að villast á Akranesi. GT-Tækni bauð starfsmönnum sínum uppá eins mikið áfengi og þeir gátu mögulega hellt í sig, tvöfaldur viskí klukkan hálf þrjú um daginn. Gallinn við ókeypis áfengi er það að maður hefur enga yfirsýn yfir hversu mikið maður hefur drukkið.

Ég er ekki viss um að ég geti dottið í það í kvöld, ekki nógu gott : (

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Í dag varð ég fyrir vinnuslysi af verstu sort.

Þannig var mál með vexti að ég sat á hringekjurammanum sem ég var að gera við og var nýbúinn að sjóða rennilega suðu á I-bitann sem ég var að skipta um. Til verksins hafði ég þráðsuðu sem var þeirri náttútru búinn að vírinn í henni var fylltur svo gjallberja þurfti suðurnar, sem sagt þá munda ég gulan gjallahamar og læt hann vaða á suðuna. Ekki vildi nú betur til en svo að ég var einhvað að gapa yfir verkinu og fékk því nokkuð stórann gjall mola upp í mig, til upplýsingar fyrir þá sem ekki þekkja er slíku gjallmoli mörg hundruð gráðu heitur svo mér var um og ó og spýtti honum út úr mér aftur. Við þetta óhapp brenndist ég bæði innan á neðri vör og á tungubroddi, ekki mikil brunasár en mjög óþægileg. Afleiðing þessa slys varð það að ég gat ekki drukkið kaffi í marga klukkutíma á eftir þannig að segja má að þar hafi ég eyðilagt fyrir mér daginn.

Jæja gott fólk. Ég er með eina þá verstu ritstíflu sem ég hef nokkurn tíma á ævinni fengið, nema auðvitað þegar ég skrifa á bloggið. Sennilega er það vegna þess að á blogginu þarf ég ekkert að geta heimilda og hér vitna ég bara í sjálfan mig (Helgi Páll Jónsson, 2003). Málið er að núna sit ég hér og kvelst yfir lokaskýrslunni í verkefninu mínu og veit ekkert hvað ég á að skrifa. Ég er sannfærður um það að hægra heilahvelið í mér sem venjulega ræður ríkjum yfir vinstra heilahvelinu, hefur gert samning við það vinstra og þau bæði hafa ákveðið að stöðva alla starfsemi í hausnum á mér í óákveðin tíma vegna hinna gífurlegu hita sem gengið hafa yfir hér að undanförnu. Ekki má kerfið ofhitna. Og svo er það auðvitað hinn kvalafulli prófskrekkur sem ég fæ yfirhöfuð aldrei, nema prófin heiti skelfilegum nöfnum eins og Efnafræði eða Eðlisfræði. Prófskrekkur hjá mér lýsir sér yfirleitt þannig að ég sit og stari út í loftið, get hvorki borðað né sofið. Kaffidrykkjan keyrir úr hófi fram og neglurnar á puttunum sem þó voru stuttar fyrir, hverfa eins dögg fyrir sólu. En svona er lífið og það þýðir ekkert að gráta Björn bónda og kenna árinni um þó báturinn stefni ekki í átt að ræðaranum.

Svo förum við bara að hittast á næstunni og minnumst orða tónskáldsins sem sagði "jarðfræðin kemur í gegnum lappirnar."

Jebb, nú er það orðinn reglulegur viðburður að herr Björn hringi og óski eftir að hitta holufyllingarnar. Hann hefur tilkynnt að hann ætli að mæta í partý á laugardaginn (menningarnótt) og djamma feitt en biður holufyllingar vel að lifa þangað til.

Annars vil ég skora á hana Erlu perlu að skrifa inn á bloggið hvað hefur á hennar daga drifið, bæði það sem tengist steingervingum og hitt sem tengist B.S. verkefni.

Af mér er hinsvegar ekkert að frétta. Ég er bara í vinnunni og læt mér leiðast og fæ hroll þegar mr. pizzaface the postman kemur, alltaf jafn hrædd um að hann bjóði mér aftur í bíó eða eitthvað (laser tag eða á quake lan mót), jebb hann er ofur nörd... Svo er ég komin með vinnuna svo á heilan að mig dreymir skuldir: 20.000.- fyrir fiskiveislu og 780.000.- fyrir ökutíma.....ég verð að fara að hætta.....

sunnudagur, ágúst 10, 2003

jæja börnin góð

nú er ég komin til íslands og nú er ég komin á bloggið.
hélt að mér hefði bara ekkert verið boðið (eins og árna johnsen) en komst svo að því mér hafði borist boð á hi.is
var að verða doldið sár sko.

allavegana. ég hef nú ekkert meir að segja í bili enda lítið vit að rekja úr sér garnirnar á svona stað þegar alls óvíst er hvort nokkur nenni að hlusta.

jú kannski nokkur stykkorð yfir hvað ég hefið verið að gera síðustu 3 vikur á klakanum.
nanoq, 3 djammað í bænum, 2 á flúðum um versl.helgi (traktoratorfæra og furðubátakeppni = heimilisleg útihátíð), laugavegurinn ein og svo með 3 englendingum (engir draugar í álftavatni!!!!), hlegið í 2 daga í þórsmörk,meira nanoq, á morgun verður byrjað á að elda ofan í túrhesta-hestafólk í viku....

stykkorð yfir mína framtíð: 1.september flutt inn á hagamel 52, kortagerðarferð (undirbúa sig hvað?), tai kwondo, djamm og reyna nota síðustu forvöð í jarðfræðahúsi til að læra því ef það er spítalalykt þá get ég ekki lært.

jamm látið mig vita ef djamm er á næstu grösum. ég er enn 695 7581.

ciao bellos

já og erla takk fyrir vinnuábendinguna...þetta reddaðist á skemmri tíma en ég hélt.

laugardagur, ágúst 09, 2003

Jarðvegsfræði ? Jájá, ef hún passar inn í stundaskrána. Annars er það að frétta af mér að ég hef fullkomnað listina að ljúga. Nú get ég bara logið hverju sem er án þess að hugsa. Jebb..ég er á leið til helvítis.....

Mikið er ég samt glöð að vera ekki að fara í steingervingafræðiprófið núna, eins og ég var að hugsa um, púff...Helgi og Erla: þið hafið alla mína samúð að vera á leið í efnafræðipróf... Er fólk annars byrjað að undirbúa sig undir kortagerðina? Eða verður í fyrsta lagi byrjað 2. sept á la holufyllingar?

föstudagur, ágúst 08, 2003

Um jarðfræði postulíns

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Finalmente, kominn á nýja bloggið og ófullur í þetta sinn.
Jæja Helgi svo þú ert að fara í próf til Braga, gangi þér bara vel og ég skal mæta í brennuna.
þú verður bara að muna að efnafræði er skemmtileg!!!!

Baráttu kveðjur
Siggi

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Jæja Ingibjörg svo að þú ert bara farin að fara hamförum á blogginu!!

Það nýjasta sem er að frétta af mér er að ég er orðin svo áhugasamur um jarðveg eftir að hafa makað honum á mig í allt sumar að ég er að spá í að taka jarðvegsfræði. Ingibjörg viltu koma með mér í jarðvegsfræði? SVO ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ, þann 21 ágúst næstkomandi geng ég út í eldraunina miklu sem fáir hafa lifað af og komið óskaddaðir frá. Óskapnaður þessi heitir próf í Almennri Efnafræði 1 og ef ég næ henni (loksins) verður haldin sérstök brenna til heiður viðbjóðsbókinni sem fylgir þessu námskeiði andskotans.

Sieg Heil og brennum efnafræðibækur
Helgi öskukarl

Hey, hey hvad er uppi heimalingar??

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Hér kemur góð uppskrift fyrir nörda í þynnkunni eftir verslunarmannahelgina.

Rétta formúlan fyrir góðum grillborgara

Formúla meistaranna

Hin formúlan er fyrir tölvísa matgæðinga, sem fá ekki flog þótt þeir þurfi að grufla dálítið í eðlisfræði og lógaritma:
Mælið hitann í grillkolunum og í hamborgaranum sjálfum. Finnið muninn og deilið í hann með muninum á kolahitanum og æskilegum steikarhita. Nú er komið að lógaritmanum en til þess þarf tölvur eins og þær, sem notaðar eru á síðari stigum stærðfræðináms.

Færið inn í lógaritmaskala þunga hamborgarans og margfaldið með varmagetu hans og varmaflæðistuðlinum. Deilið síðan útkomunni í varmaleiðni hamborgarans. (Hrópið síðan á hjálp eða hringið strax í Raunvísindastofnun.)

free hit counter